Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fim 13. júní 2024 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toney: Tilbúinn að fara í stórt félag
Mynd: EPA
Ivan Toney segist vera tilbúinn í að fara í stórt félag í sumar en ítrekar að einbeitingin sé öll á EM, þar sem hann er með enska landsliðshópnum, og Brentford sem stendur.

Toney er 28 ára og hefur mikið verið orðaður við félagaskipti frá Brentford.

„Ég er leikmaður Brentford," sagði Toney við talkSPORT.

„Ég er með ár eftir af samning. Ég er að fara á stórmót, þar er mín einbeiting í dag. En eftir það, þá fer ég til Brentford og verð áfram leikmaður Brentford."

„Það er gaman að vera orðaður við önnur félög. En ég hef upplifað það í fortíðinni. Ekkert er klárt fyrr en það er klárt. Auðvitað ef að stórt félag kemur og vill fá mig, þá er ég klár."

„En ég verð að halda einbeitingu og ekki láta einhvern hávaða hafa áhrif á mig, ég vil sýna mitt besta og einbeita mér að því að gera það sem ég þarf að gera fyrir félagið mitt,"
sagði Toney.

Manchester United er á meðal félaga sem hafa verið orðuð við framherjann stæðilega.
Athugasemdir
banner
banner