Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Heiðar: Ég lít á Marc sem góðan félaga minn
Lengjudeildin
Marc McAusland.
Marc McAusland.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc McAusland spilaði með ÍR gegn gömlu félögunum í Njarðvík í Lengjudeildinni í gær. Njarðvík vann leikinn 3-0.

McAusland spilaði með Njarðvík frá 2020 til 2023 en hann yfirgaf félagið eftir síðustu leiktíð og samdi svo við ÍR. Í samtali við ÍR-hlaðvarpið fyrir leikinn gegn Njarðvík sagðist hann ósáttur við endalokin í Njarðvík og talaði hann um virðingarleysi í sinn garð.

„Ég hafði verið fyrirliði og bjóst við því að félagið myndi fyrst tala við mig og segja hlutina beint við mig, hvort þeir vildu halda mér eða ekki. En það var ekki málið, ég fékk ekkert að vita í langan tíma. Aðrir leikmenn voru að fá samninga á meðan," sagði McAusland og hélt áfram: „Ég vissi þá að tími minn væri búinn þarna. En ég bjóst við meiri virðingu. Að gera þetta á betri hátt; að vera hreinskilin og koma beint fram."

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, var spurður út í þessi ummæli McAusland í gær.

„Það gerðist rosalega mikið greinilega á þessum tíma sem ég var ekki hérna. Þegar ég kom inn (seinni hluta tímabilsins) þá fann ég fyrir því að það var skýjað á nokkrum stöðum innan félagsins. Þegar ég kem inn þá kemur hann inn í liðið aftur og er fyrirliði hjá mér. Hann var mikilvægur hlekkur í því sem við vorum að gera. Hann fékk þetta tækifæri hjá mér," sagði Gunnar Heiðar.

„Ég samdi bara út tímabilið og var búinn að segja við stjórnina að ég ætlaði ekki að ákveða neitt fyrr en ég væri búinn að halda þessu liði uppi. Eðlilega er félagið að bíða eftir því hvað gerist, í hvaða deild við verðum og fleira. Ég held að það hafi ekki verið byrjað að semja við einn né neinn fyrr en eftir tímabilið."

Gunnar Heiðar segist sjálfur hara rætt við varnarmanninn þegar í ljós kom að hann yrði áfram þjálfari liðsins.

„Eftir lokahóf er sest niður með mér og sagt 'Gunnar, við viljum þig áfram'. Ég var tilbúinn að gera það og halda þessari vegferð áfram. Ég sagði við Marc þá að fyrir mér yrði hann ekki partur af vegferðinni. Ég var bara heiðarlegur með það. Hann var ánægður að einhver hefði talað við hann á hreinni íslensku og verið heiðarlegur. Ég veit ekkert hvenær félagið átti að reyna að endursemja við hann þegar ekki var vitað hver þjálfarinn yrði eða í hvaða deild þeir yrðu," sagði þjálfarinn og bætti við:

„Ég lít á Marc sem góðan félaga minn. Við eigum gott samband og áttum gott spjall núna eftir leik."

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Gunnar Heiðar í spilaranum hér fyrir neðan.
Gunnar Heiðar: Sá eiginleika hjá honum sem ég vissi að myndi henta vel
Athugasemdir
banner