Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 13. júní 2024 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var ósáttur við endalokin í Njarðvík - „Skildi eftir súrt bragð"
Lengjudeildin
McAusland lék með Njarðvík frá 2020 til 2023.
McAusland lék með Njarðvík frá 2020 til 2023.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það skildi eftir súrt bragð í munninum," segir Marc McAusland, varnarmaður ÍR, um endalok sín í Njarðvík.

McAusland spilaði með Njarðvík frá 2020 til 2023 en hann yfirgaf félagið eftir síðustu leiktíð og samdi svo við ÍR. Þessi tvö lið mætast í Lengjudeildinni í kvöld.

McAusland ræddi aðeins um endalok sín hjá Njarðvík í ÍR-hlaðvarpinu en hann var ekki sáttur með það hvernig hlutirnir enduðu.

„Ég var samningslaus. Ég hafði verið fyrirliði og bjóst við því að félagið myndi fyrst tala við mig og segja hlutina beint við mig, hvort þeir vildu halda mér eða ekki. En það var ekki málið, ég fékk ekkert að vita í langan tíma. Aðrir leikmenn voru að fá samninga á meðan," segir Skotinn.

„Ég vissi þá að tími minn væri búinn þarna. En ég bjóst við meiri virðingu. Að gera þetta á betri hátt; að vera hreinskilin og koma beint fram. Þannig er ég og þannig áttu að vinna. Ég var þarna í fjögur ár og hafði gert mikið fyrir félagið. Ég bjóst við meiri virðingu en ég fékk. Svona gerist í lífinu."

Í viðtalinu sem má sjá hlusta á hér að neðan fer McAusland meira yfir feril sinn og lífið á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins árið 2016 og spilaði með Keflavík. Hann lék þá næst með Grindavík, Njarðvík og núna með ÍR.

fimmtudagur 13. júní
17:30 Grótta-ÍBV (Vivaldivöllurinn)
19:15 Þróttur R.-Afturelding (AVIS völlurinn)
19:15 Njarðvík-ÍR (Rafholtsvöllurinn)


Athugasemdir
banner
banner
banner