Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
   fös 20. september 2019 22:40
Baldvin Pálsson
Tara Björk komin með 101 leik fyrir Hauka: Gaman að vera loyal
Haukar unnu ÍR 3-2 í lokaumferð Inkasso deildar kvenna
Tara Björk Gunnarsdóttir
Tara Björk Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar sigruðu ÍR 3-2 á Ásvöllum í kvöld í seinustu umferð Inkasso deildar kvenna. Tara Björk Gunnarsdóttir var heiðruð fyrir leikinn og fékk blómvönd að gjöf en hún var að spila sinn 101. leik fyrir Hauka.

„Tilfinningin er góð, er ánægð að fá að spila svona marga leiki og gaman að vera loyal."

Stelpurnar í Haukum unnu verðskuldaðan sigur en þær voru betri aðilinn allan leikinn og hefðu getað skorað mun fleiri en samt sem áður var fyrri hálfleikurinn erfiður hjá þeim.

„Leikurinn var ekki alveg eins og við lögðum upp með, við byrjuðum erfiðlega og vorum stressaðar. Seinni hálfleikurinn var betri en samt ekki alveg uppá 10 en við allavega lönduðum sigri."

Haukar enda tímabilið í 4. sæti deildarinnar með 36 stig. Þær hefðu getað stolið 3. sætinu ef úrslit í öðrum leikjum hefðu farið eftir ósk en svo var ekki.

„Auðvitað viljum við gera eins vel og við getum en fyrsta markmiðið er alltaf að vinna leikinn. Hitt hefði auðvitað verið bónus og mjög gaman."

Þær geta verið sáttar með tímabilið og þá sérstaklega seinni hlutann. Haukar hafa unnið seinustu 7 leiki sína í deildinni og unnið 10 af seinustu 11 leikjum.

„Já, ég er sátt og sérstaklega með seinni hluta tímabilsins. Við höfum unnið 10 af seinustu 11 sem er mjög gott. Við byrjuðum soldið erfiðlega en ég er mjög stolt að við höfum stigið upp svona í lokin og stolt af stelpunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner