Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 23:59
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Jón Daði og Kolbeinn ekki með gegn Mexíkó
Hörður Björgvin væntanlega einnig frá
Icelandair
Jón Daði og Kolbeinn skokka með Frikka sjúkraþjálfara á æfingu í dag.
Jón Daði og Kolbeinn skokka með Frikka sjúkraþjálfara á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin.
Hörður Björgvin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiðsli munu hafa töluverð áhrif á val Heimis Hallgrímssonar á byrjunarliðinu í vináttulandsleiknum gegn Mexíkó sem verður á Levy's leikvanginum í Santa Clara á föstudagskvöld.

Leikurinn verður 2 eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru ekki með í Bandaríkjunum vegna meiðsla og þá eru menn innan hópsins að glíma við smávægileg meiðsli.

Kolbeinn Sigþórsson hlaut nárameiðsli í varaliðsleik gegn Nantes á dögunum og telur ólíklegt að hann geti leikið gegn Mexíkó. Í viðtali við Fótbolta.ner sagðist hann vonast eftir því að geta komið við sögu gegn Perú í næstu viku.

Annar sóknarmaður, Jón Daði Böðvarsson, lék ekki síðasta leik með Reading vegna meiðsla.

„Ég fékk stífleika í vinstri kálfann í leik gegn Wolves og svo kom í ljós að það væri mjög lítil tognun. Ég ákvað að koma hingað í stað þess að vera í rigningunni í Reading og vera hér með frábæra staffinu og sjúkraþjálfurunum og reyna að koma mér af stað, " sagði Jón Daði við Fótbolta.net í dag.

„Það er mjög ólíklegt að ég spili leikinn gegn Mexíkó en vona að ég verði orðinn klár fyrir Perú. Maður fer bara rólega í það. Það er mikilvægt að halda sér heilum, það er HM framundan."

Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon meiddist á hné í síðasta leik Bristol City og verður væntanlega frá í leiknum gegn Mexíkó. Í viðtali í dag sagðist Hörður að ákvörðun um sig væri í höndum þjálfarana og sjúkrateymisins.

„Við erum ekkert að flýta okkur neitt, við viljum vera heilir fyrir sumarið," segir Hörður.

Þá hefur landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ekki spilað síðan í nóvember vegna meiðsla en er að koma til baka og ætti að geta leikið fyrir Cardiff eftir þetta landsleikjahlé. Hann er væntanlega ólíklegur gegn Mexíkó en mun sitja fyrir svörum á fréttamannafundi á morgun og þá ætti það að koma betur í ljós.

Með því að smella hérna má sjá íslenska hópinn í heild sinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner