Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðblik í Pepsi-deild karla er spáð 5. sæti í deildinni. Í dag er það miðjumaðurinn Gísli Eyjólfsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Gísli Eyjólfsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Við vorum tveir Gíslar í Blikum þannig ég var skírður Pési í einni æfingaferðinni.

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: Single

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2012 með Augnablik þar sem ég lærði á lífið

Uppáhalds drykkur: Hámark

Uppáhalds matsölustaður: Einhver indverskurstaður á Tenerife

Hvernig bíl áttu: Kia

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Always Sunny in Philadelphia. Er samt veikur fyrir rugli eins og Bacholer og Survivor.

Uppáhalds tónlistarmaður: Veit ekkert um tónlist þannig segi hérna Hr. Hnetursmjör

Uppáhalds samskiptamiðill: Tinder

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Big ÁV þegar hann hefur ekkert að gera í Svíþjóð.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mikilvægt að prófa nýjar blöndur í hvert skipti.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Mamma: ok, þá ertu með hita ☹ endilega láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig, elsku rúsínan mín.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei að segja aldrei! En myndi samt aldrei spila með Stjörnunni.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hafþór Haukur Steinþórsson. Eitruð vinstri löpp.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þórhallur Kári Knútsson, alltof soft leikmaður.

Sætasti sigurinn: Úrsllitaleikur Esso mótsins. Unnum 1-0 sigur á ÍR, þar sem ég lagði upp markið á Höskuld.

Mestu vonbrigðin: Þegar við náðum ekki Evrópusæti í fyrra eftir 3-0 tap á móti Fjölnir í seinasta leiknum.

Uppáhalds lið í enska: Wenger laust Arsenal lið.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kára Ársælsson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Ósk frá Kópacabana: Held það myndi myndast rosaleg stemming ef menn gætu keypt sér einn kaldann í hálfleik.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Rosalegt efni í Andra Yeoman

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Með þetta tan sem hann fékk eftir æfingaferðina á spáni verð ég að segja Gulli Gul
l
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Rebekka Katrín Arnþórsdóttir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Herbergisfélagarnir Viktor og Arnþór Ari eru svakalegir

Uppáhalds staður á Íslandi: Vallargerði

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var í 4fl að keppa á Danacup, og fyrir annan leikinn hjá okkur í riðlinum vorum við mikið að velta því fyrir okkur hvernig andstæðingurinn myndi vera en svo sjáum við þá byrja hita upp og eftir smá stund þá kveikja nokkrir leikmenn hjá þeim sér í nagla og skokka með hann uppí kjaftinum. Svo á svona 60 mínútu í leiknum biður leikmaður í þeirra liði um skiptingu og hann fékk hana, tillti hann sér þá á bekkinn og kveikti sér í öðrum nagla. Það var mjög grillað enda vorum við ekki nema 14 ára gamlir.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Snooze-takkinn er mjög vinsæll.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: UFC, NFL, Olisdeildin og Dominosdeildin.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Þessum svörtu og bláu.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Heilla stelpurnar. Í 3. bekk kom geitungur inn í stofuna og allar stelpurnar skíthræddar, þá ákvað ég að grípa geitunginn og henda honum út til að vera töff en þá stakk hann mig og ég var eins og aumingi að kæla höndina restina af tímanum og allar stelpurnar grenjandi úr hlátri.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Gleðibankinn er sturlað gott lag.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var steggjaður í sumar af leikmönnum Blika þegar það var ekkert brúðkaup á næstunni.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Fanndís, Hallbera og Fjolla Shala.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var stórstjarna í 5. bekk eftir leikrit í grunnskóla þar sem ég lék Danny Zuko í Grease og kyssti sætustu stelpuna í bekknum í lokin á leikritinu.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: Breiðablik
Arnar Grétars: Reynum að gera atlögu að titlum
Af djamminu yfir í fremstu röð
Athugasemdir
banner
banner