Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Útvarpsþátturinn - Arnar valinn til að leiða land og þjóð
Hugarburðarbolti GW 21 Arsenal setur pressu á Liverpool!
Enski boltinn - Þurfa að reka Ten Hag aftur og FSG á leið á svarta listann
Tveggja Turna Tal - Þórarinn Ingi Valdimarsson
Freysi fer yfir síðustu daga - Fundaði með KSÍ en tók við Brann
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Fylkir vs Þungavigtin
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
Hugarburðarbolti GW 20 Er Brian Mbeumo sonur Bob Marley?
Enski boltinn - Alvöru slagur þegar erkifjendur mættust
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra og enska hringborðið
Hugarburðarbolti GW 19 Versta byrjun nýs stjóra Man Utd í 103 ár!
Enski boltinn - Man Utd gælir við falldrauginn eftir vonlaus jól
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2024
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
Enski boltinn - Björn Bragi gestur og svört jól í Manchester
Hugarburðarbolti GW 17 Liverpool á toppnum um jólin! Er Pep ráðalaus?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
   fös 21. apríl 2017 12:15
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Arnar Grétars: Reynum að gera atlögu að titlum
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við förum inn í þetta mót til að reyna að gera atlögu að titlum, það er bara þannig.
,,Við förum inn í þetta mót til að reyna að gera atlögu að titlum, það er bara þannig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Eftir á að hyggja geta menn bent á að þetta hafi verið punkturinn sem breytti sumrinu en ég er ekki sammála því.  Ég vona að til lengri tíma litið átti menn sig á því fyrir hvað menn standa í Kópavoginum ef þú ætlar að vera knattspyrnumaður þar.
,,Eftir á að hyggja geta menn bent á að þetta hafi verið punkturinn sem breytti sumrinu en ég er ekki sammála því. Ég vona að til lengri tíma litið átti menn sig á því fyrir hvað menn standa í Kópavoginum ef þú ætlar að vera knattspyrnumaður þar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hugsaði þetta aðeins í fyrra.  Þá var ég með þrjá öfluga hafsenta og var að hugsa um að geta notað Elfar, Viktor og Damir.  Ég var að gæla við það og lét ekki verða af því.
„Ég hugsaði þetta aðeins í fyrra. Þá var ég með þrjá öfluga hafsenta og var að hugsa um að geta notað Elfar, Viktor og Damir. Ég var að gæla við það og lét ekki verða af því.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég átti alveg eins von á þessu. Undirbúningstímabilið hefur ekki verið frábært og þetta kemur ekki á óvart," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, um spá Fótbolta.net en liðinu er spáð 5. sæti.

„Við förum inn í þetta mót til að reyna að gera atlögu að titlum, það er bara þannig," sagði Arnar ákveðinn.

Síðasta tímabil olli vonbrigðum í Kópavogi en niðurstaðan varð 6. sæti eftir toppbaráttu lengi vel.

„Þó að við höfum lent í sjötta sæti þá vorum við ekki fjarri árinu á undan. Við vorum ennþá slakari í að nýta færin. Við vorum í 2. sæti þegar voru þrjár umferðir eftir og við hefðum átt að klára það. Við áttum heimaleiki gegn ÍBV og Fjölni og útileik uppi á Skaga," sagði Arnar.

Sóknarleikurinn var til vandræða hjá Blikum í fyrra en liðið skoraði einungis 27 mörk í 22 leikjum. Til að bæta við sóknarleikinn þá fengu Blikar þá Hrvoje Tokic, Martin Lund Pedersen og Aron Bjarnason til liðs við sig í vetur.

„Það sem við þurfum að bæta frá því í fyrra er að koma boltanum í netið. Það dugir ekki að vera meira með boltann og skapa 2-3 dauðafæri leik ef þú skorar ekki," sagði Arnar.

Sér ekki eftir agabanninu
Breiðablik gerði jafntefli gegn ÍBV í 20. umferðinni í fyrra og missti síðan af Evrópusæti eftir töp gegn ÍA og Fjölni. Í leiknum gegn ÍBV voru Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson á bekknum þar sem þeir voru í agabanni eftir að hafa verið of lengi úti, nokkrum dögum fyrir leik.

„Það er auðvelt að fara hina leiðina því að þú vilt auðvitað ekki missa leikmenn sem voru að gera góða hluti á þessum tíma. Þá stendur þú líka frammi fyrir ákveðnum prinsippum sem þú hefur talað um og það er miklu verra til lengri tíma litið. Við vorum með það sterkan hóp í fyrra að þetta hefði ekki átt að kosta okkur eins og það gerði," sagði Arnar aðspurður út í agabannið í fyrra.

„Eftir á að hyggja geta menn bent á að þetta hafi verið punkturinn sem breytti sumrinu en ég er ekki sammála því. Ég vona að til lengri tíma litið átti menn sig á því fyrir hvað menn standa í Kópavoginum ef þú ætlar að vera knattspyrnumaður þar. Það skiptir meira máli til lengdar heldur en þessi eini leikur þarna."

„Ég sé alls ekki eftir þessari ákvörðun í dag. Menn vita að hverju menn ganga. Ég held að ég hafi sýnt að það skiptir ekki máli hver það er. Hvort það sé svokallaði besti leikmaður eða ungur og efnilegur leikmaður. Það gengur það sama yfir alla. Þó að það séu ekki reglur á blaði þá eru óskrifaðar reglur yfir það hvað má og hvað ekki. Fótboltinn hér á landi er orðinn ansi pro og flest ef ekki allir leikmenn eru að fá eitthvað greitt. Þá eru gerðar ákveðnar kröfur til leikmanna. Að vera 1-2 dögum fyrir leik úti, þó að þú sért ekki að drekka, til 3-4 að nóttu til, það er ekki í boði. Þetta er heldur ekki gott gagnvart ungu kynslóðinni."

Nóg af efnivið
Varnarmaðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason fór til Horsens á láni í byrjun árs. Viktor Örn Margeirsson átti að taka stöðu hans en hann hefur verið meiddur. Aron Kári Aðalsteinsson, Skúli Kristjánsson Sigurz og Sindri Þór Ingimarsson hafa fengið tækifæri í vörninni á meðan en þeir eru allir ennþá í 2. flokki.

„Það hefur verið frábært fyrir unga og efnilega stráka að fá tækifæri. Við erum hvorki með Viktor né Ella og því hafa strákar fengið tækifæri sem þeir hefðu að öllu jöfnu ekki fengið. Þeir hafa þroskast mikið og tekið miklum framförum. Það er hins vegar til full mikils ætlast að fara inn í mót með þessa ungu stráka þegar þú ætlar að narta í toppinn," sagði Arnar en hann hefur úr nóg af ungum og efnilegum leikmönnum að velja úr öflugu yngri flokka starfi Breiðabliks.

„Það er aldrei vöntun á leikmönnum. Það er frekar að maður sé að gera einhverja ósátta með því að gefa þeim ekki tækifæri. Það fylgir þessu í fótboltanum, því miður. Það er bara pláss fyrir 20-25 í hóp. Í Kópavogi eru 60 strákar í 2. flokki og það eru ekki margir sem komast upp á hverju ári en það er frábært að hafa svona mikið af ungum og efnilegum mönnum því það koma alltaf einhverjir upp."

Gæti bætt við bakverði
Bakverðirnir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Alfons Sampsted eru horfnir á braut en í vetur hefur Guðmundur Friðriksson spilað í hægri bakverðinum og Davíð Kristján Ólafsson er síðan vinstra megin eins og í fyrra.

„Hann hefur staðið sig gríðarlega vel og verið að mínu viti okkar jafnbesti leikmaður á undirbúningstímabilinu. Hann er að fylla skarð Alfons og Arnórs Sveins og ég vænti mikils af honum," sagði Arnar sem er að skoða að bæta við bakverði.

„Við erum þunnskipaðir þarna ef eitthvað kemur upp á. Í fyrra vorum við með marga góða leikmenn en núna má ekki mikið út af bregða til að við þurfum að gera einhverja hrókeringar."

Mörg lið hafa spilað með þriggja manna varnarlínu í vetur en Arnar hefur ekki verið að prófa það.

„Ég hugsaði þetta aðeins í fyrra. Þá var ég með þrjá öfluga hafsenta og var að hugsa um að geta notað Elfar, Viktor og Damir. Ég var að gæla við það og lét ekki verða af því. Ég hefði kosið að vera með þá þrjá í vetur og geta spilað nokkra leiki til að sjá hvernig það kemur út en svo veit maður aldrei hvað maður tekur upp á að gera," sagði Arnar.

Atli Sigurjóns vildi stærra hlutverk
Í síðustu viku var tilkynnt að Atli Sigurjónsson væri á förum frá Breiðabliki en hann hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu.

„Atli er frábær drengur og frábær spilari. Málið er það að hann var ósáttur við að fá lítið að spila í fyrra. Eins og þetta þróaðist núna þá var hann ekki að starta og ekki einn af fyrstu þremur inn. Maður vissi að hann yrði ekki sáttur við það. Hann vill fá stærra hlutverk og það var sameiginleg niðurstaða að hann myndi leita á önnur mið þar sem hann fær meiri spiltíma. Vonandi fer hann í lið þar sem hann fær að spila vegna þess að hann hefur mikla hæfileika."

Arnar býst við hörkukeppni í Pepsi-deildinni í sumar en hann sér mörg lið geta barist um Íslandsmeistaratitilinn.

„Það verður reitingur og það verða ekki 1-2 lið sem stinga af. Ég vona að þetta verði jafnara. Það eru fimm lið sem eru að gera sér vonir um að vinna titilinn en svo eru önnur sjö lið sem eru með önnur markmið," sagði Arnar.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: Breiðablik
Af djamminu yfir í fremstu röð
Hin hliðin - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner