Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 22. júní 2015 15:20
Arnar Daði Arnarsson
Fuck-off málið
Heimir um fagn Kassim: Stormur í tebolla
Heimir Guðjónsson þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef að þetta væri íslenskur leikmaður þá hefði hann sagt "andskotans" eða "djöfulsins" og þá hefði enginn sagt neitt," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH aðspurður út í aðal mál dagsins, stóra Kassim "Fuck Off" Doumbia málið.

Kassim jafnaði fyrir FH í uppbótartíma á 94. mínútu í leik gegn Breiðablik í gærkvöldi.

Fagnaði Kassim jöfnunarmarki sínu með því að setja boltann inn á sig og hrópaði svo "Fuck off" í myndavél hjá Stöð 2 Sport.

„Ég ætla vona að menn séu ekki að reyna taka tilfinningarnar úr leiknum. Eins og menn vita er Kassim tilfinningarvera og var frábær í þessum leik og skoraði þetta jöfnunarmark. Fyrir mér er þetta stormur í tebolla."

En er Kassim Doumbia að leika sér að eldinum með þessu fagni?

„Það er ekkert hægt að segja það, að menn sem sýna tilfinningar séu að leika sér að eldinum. Þú þarft ekki nema að horfa á tónlistarmyndböndin sem unga kynslóðin er að horfa á. Hvað er verið að segja þar?"

„Ef við ætlum að dæma alla í bann fyrir að sýna tilfinningar þá finnst mér það vera full langt gengið," sagði Heimir að lokum.

Hægt er að sjá atvikið með Doumbia hér.

Athugasemdir
banner
banner
banner