Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. maí 2018 21:58
Magnús Már Einarsson
Blikar voru rændir sigurmarki
Mynd úr Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mynd úr Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mynd: Stöð 2 Sport
Topplið Breiðabliks gerði markalaust jafntefli við Víking R. í Pepsi-deildinni í kvöld. Blikar eru afar ósáttir með að hafa ekki fengið dæmt mark í viðbótartíma.

Gísli Eyjólfsson átti þá langskot sem fór í slána og niður. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, og Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðardómari 2, dæmdu ekki mark.

Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport notuðu marklínutækni þar sem sést að boltinn var inni. Mynd af því er hér til hliðar.

Sjá einnig:
Gústi Gylfa: Lögmálið segir að boltinn sé inni
Gísli Eyjólfs: Hefði átt að skjóta aðeins lægra

Stuðningsmenn Breiðabliks voru svekktir eins og sjá má á Twitter.





Gústi Gylfa: Lögmálið segir að boltinn sé inni
Athugasemdir
banner
banner