„Þetta var eins og svart og hvítt," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, um fyrri og seinni hálfleikinn hjá liðinu í markalausu jafntefli gegn Víkingi R. í kvöld. Blikar voru betri í síðari hálfleik en þeim fyrri.
„Það er ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið inn eins og sást á 92. mínútu þegar Davíð (Kristján Ólafsson) átti skot í stöngina."
„Það er ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið inn eins og sást á 92. mínútu þegar Davíð (Kristján Ólafsson) átti skot í stöngina."
Blikar voru ósáttir með að fá ekki mark undir lokin þegar Gísli Eyjólfsson átti skot sem fór í slána og niðu.
„Lögmálið segir það að boltinn sé inni en það breytir engu. Við fáum bara eitt stig út úr þessum leik. Hvort sem boltinn er inni eða ekki þá dæmdi dómarinn ekki mark, því miður."
Oliver Sigurjónsson var ekki með í kvöld en hann ætti að ná leiknum gegn Val á sunnudag að sögn Gústa. Þá fór Willum Þór Willumsson af velli vegna meiðsla í hálfleik í dag.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir