Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mið 23. maí 2018 21:52
Ingólfur Stefánsson
Gísli Eyjólfs: Hefði átt að skjóta aðeins lægra
Mynd: Raggi Óla
Gísli Eyjólfsson var vonsvikinn eftir markalaust jafntefli Breiðabliks gegn Víkingum á Kópavogsvelli. Hann segir að spilamennska liðsins í fyrri hálfleik hafi verið hræðileg.

„Við vorum bara ekki mættir til leiks og Víkingarnir voru bara miklu sterkari. Í seinni þá fannst mér við breyta þessu og fá einhver hálffæri en þetta var alls ekki nógu gott í dag."

„Við vorum ekki tilbúnir í þennan slag sem Víkingar voru tilbúnir í en svo þegar leið á leikinn þá fundum við okkur og vildum fá þessa þrjá punkta það bara gekk ekki."

Gísli var nálægt því að skora sigurmark Breiðabliks á lokamínútunum þegar hann átti skot í slánna og niður. Boltinn virtist fara yfir línuna og það varð allt vitlaust á vellinum.

„Ég sá hann inni. Hann skoppaði þarna út úr markinu sýndist mér en ég ætla svosem ekki að fullyrða það. Þetta bara dugði ekki í dag, ég átti bara að skjóta honum aðeins lægra."

Blikar eru taplausir eftir fyrstu fimm umferðirnar í deildinni og eru á toppnum. Er Gísli sáttur með spilamennsku liðsins hingað til?

„Já og nei. Mér finnst við eiga meira inni. Við erum ekki búnir að spila af fullri getu og eigum helling inni en það er fínt að við héldum hreinu í dag og erum ekki búnir að tapa leik."

Viðtalið við Gísla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Smelltu hér til að lesa meira um leik Breiðabliks og Víkings.
Athugasemdir
banner