Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 23. maí 2018 21:52
Ingólfur Stefánsson
Gísli Eyjólfs: Hefði átt að skjóta aðeins lægra
Mynd: Raggi Óla
Gísli Eyjólfsson var vonsvikinn eftir markalaust jafntefli Breiðabliks gegn Víkingum á Kópavogsvelli. Hann segir að spilamennska liðsins í fyrri hálfleik hafi verið hræðileg.

„Við vorum bara ekki mættir til leiks og Víkingarnir voru bara miklu sterkari. Í seinni þá fannst mér við breyta þessu og fá einhver hálffæri en þetta var alls ekki nógu gott í dag."

„Við vorum ekki tilbúnir í þennan slag sem Víkingar voru tilbúnir í en svo þegar leið á leikinn þá fundum við okkur og vildum fá þessa þrjá punkta það bara gekk ekki."

Gísli var nálægt því að skora sigurmark Breiðabliks á lokamínútunum þegar hann átti skot í slánna og niður. Boltinn virtist fara yfir línuna og það varð allt vitlaust á vellinum.

„Ég sá hann inni. Hann skoppaði þarna út úr markinu sýndist mér en ég ætla svosem ekki að fullyrða það. Þetta bara dugði ekki í dag, ég átti bara að skjóta honum aðeins lægra."

Blikar eru taplausir eftir fyrstu fimm umferðirnar í deildinni og eru á toppnum. Er Gísli sáttur með spilamennsku liðsins hingað til?

„Já og nei. Mér finnst við eiga meira inni. Við erum ekki búnir að spila af fullri getu og eigum helling inni en það er fínt að við héldum hreinu í dag og erum ekki búnir að tapa leik."

Viðtalið við Gísla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Smelltu hér til að lesa meira um leik Breiðabliks og Víkings.
Athugasemdir
banner