Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
banner
   mið 23. maí 2018 21:52
Ingólfur Stefánsson
Gísli Eyjólfs: Hefði átt að skjóta aðeins lægra
watermark
Mynd: Raggi Óla
Gísli Eyjólfsson var vonsvikinn eftir markalaust jafntefli Breiðabliks gegn Víkingum á Kópavogsvelli. Hann segir að spilamennska liðsins í fyrri hálfleik hafi verið hræðileg.

„Við vorum bara ekki mættir til leiks og Víkingarnir voru bara miklu sterkari. Í seinni þá fannst mér við breyta þessu og fá einhver hálffæri en þetta var alls ekki nógu gott í dag."

„Við vorum ekki tilbúnir í þennan slag sem Víkingar voru tilbúnir í en svo þegar leið á leikinn þá fundum við okkur og vildum fá þessa þrjá punkta það bara gekk ekki."

Gísli var nálægt því að skora sigurmark Breiðabliks á lokamínútunum þegar hann átti skot í slánna og niður. Boltinn virtist fara yfir línuna og það varð allt vitlaust á vellinum.

„Ég sá hann inni. Hann skoppaði þarna út úr markinu sýndist mér en ég ætla svosem ekki að fullyrða það. Þetta bara dugði ekki í dag, ég átti bara að skjóta honum aðeins lægra."

Blikar eru taplausir eftir fyrstu fimm umferðirnar í deildinni og eru á toppnum. Er Gísli sáttur með spilamennsku liðsins hingað til?

„Já og nei. Mér finnst við eiga meira inni. Við erum ekki búnir að spila af fullri getu og eigum helling inni en það er fínt að við héldum hreinu í dag og erum ekki búnir að tapa leik."

Viðtalið við Gísla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Smelltu hér til að lesa meira um leik Breiðabliks og Víkings.
Athugasemdir
banner