Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   þri 23. júní 2015 21:43
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kópavogsvelli
Fanndís: Var komin ein í gegn og hún sparkar í hælinn á mér
„Veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta"
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks var að vonum ánægð með 1-0 baráttu sigur liðsins í toppbaráttu slag gegn Selfossi.

Fanndís skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún vann sjálf. Hún segir að baráttan og góður varnarleikur hafi skapað sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Selfoss

„Þetta var gríðarlega sætur sigur, 1-0 sigranir eru þær sætustu, í svona baráttu leik og um fyrsta sæti, þetta var hrikalega sætt."

„Barátta og hrikalega góður varnarleikur."

Selfyssingar voru æfir yfir vítaspyrnunni sem sigurmarkið kom úr en Fanndís skilur ekki afhverju og segir þetta einfaldlega hafa verið réttan dóm og að Summer Williams hafi verið heppin að fá ekki rautt spjald.

„Ég skil ekki afhverju, ég er komin ein í gegn, hún sparkar í hælinn á mér og ég dett. Ég veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta, hún var heppin að hafa fengið að vera inná."

Fanndís er markahæsti leikmaður Pepsi deildar kvenna ásamt því að Blikar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Fanndís er mjög sátt með lífið og tilveruna, fyrir utan það að vilja meiri sól.

„Þegar sólin fer að skína aðeins meira, annars frábært."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner