Selfyssingar eru allt annað en ánægðir með að Helgi Mikael Jónasson hafi dæmt toppslag Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Helgi Mikael er fæddur árið 1993 en hann lék með Breiðabliki í yngri flokkunum.
Á vef KSÍ má sjá að hann lék síðast með Breiðabliki í 2. flokki árið 2010. Selfyssingar eru afar ósáttir við að KSÍ hafi látið Helga dæma leikinn í kvöld.
Helgi er í dag skráður í Boltafélag Norðfjarðar en ekki í Breiðablik.
Blikar unnu þennan toppbaráttuslag í Pepsi-deild kvenna 1-0 en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem þótti umdeild.
Helgi Mikael er fæddur árið 1993 en hann lék með Breiðabliki í yngri flokkunum.
Á vef KSÍ má sjá að hann lék síðast með Breiðabliki í 2. flokki árið 2010. Selfyssingar eru afar ósáttir við að KSÍ hafi látið Helga dæma leikinn í kvöld.
Helgi er í dag skráður í Boltafélag Norðfjarðar en ekki í Breiðablik.
Blikar unnu þennan toppbaráttuslag í Pepsi-deild kvenna 1-0 en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem þótti umdeild.
„Fanndís Friðriksdóttir kemst ein gegn Chante Sandiford, markmanni Selfyssinga er Summer Williams sækir að henni. Í kjölfarið fellur Fanndís við og vítaspyrna er dæmd. Það voru mjög skiptar skoðanir á dómnum. Fanndís vildi fá rautt spjald að auki á meðan Selfyssingar vildu meina að ekkert hefði átt að vera dæmt. Fanndís skorar sigurmarkið úr vítaspyrnunni," segir Jóhann Ingi Hafþórsson fréttaritari Fótbolta.net í skýrslu leiksins. Helgi Mikel fékk tvo í einkunn hjá Jóhann Inga í skýrslunni.
Skiptar skoðanir voru um vítaspyrnudóminn hjá liðunum eftir leik.
„Ég er komin ein í gegn, hún sparkar í hælinn á mér og ég dett. Ég veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta, hún var heppin að hafa fengið að vera inná," sagði Fanndís sjálf en Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Selfyssingar var ósáttur.
„Það var vítaspyrnudómur í fyrri hálfleik, það skildi liðin af. Að mínu mati var það rangur dómur, ég held hún hafi bara dottið enda bað hún ekki um neitt. Ég held hún hafi verið jafn hissa og allir hinir þegar hún fékk vítið," sagði Gunnar Rafn eftir leik.
Reiði Selfyssinga virðist þó helst vera yfir því að KSÍ hafi látið leikmann sem er uppalinn hjá Breiðabliki dæma leikinn í kvöld.
Hér að neðan má sjá Twitter færslur um málið.
@footballiceland Telur dómaranefnd KSÍ eðlilegt að 21 árs gamall uppalinn Bliki dæmi toppslag Blix og Selfoss í kvennapepsi?
— Guðmundur Karl (@dullari) June 23, 2015
Er bara eðlilegt að uppalinn bliki dæmi toppslag breiðabliks og Selfoss? Myndi ekki gerast í karlaboltanum.
— Mar Ingolfur Masson (@maserinn) June 23, 2015
Dómari leiksins „ From Kópavogur''. Þetta leynir sér ekkert! #fotboltinet #SelfossFC #ksi pic.twitter.com/7QoDEwmJ6S
— Arnar Magnússon (@arnarmagnusson) June 23, 2015
Þad djókid hjá #ksi
— Árni Evert Leósson (@Arnievert) June 23, 2015
#fotboltinet #pepsikvk pic.twitter.com/ZEp8MscWHE
Toppslagurinn í Pepsi kvenna ræðst á dómaramistökum, og liðið sem kemst í annað sætið kemst þangað á dómaramistökum #Pepsikvk #fotboltinet
— Brynjar Elvarsson (@binnielvars) June 23, 2015
Dómarar færa sig oft í Boltafélag Norðfjarðar til að mega dæma leik hjá sínu liði. Dæmi eru Sigurður Óli & Fjölnir og Helgi Mikael Bliki.
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) June 23, 2015
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir