Cunha og Osimhen orðaðir við Man Utd - Inter Miami vill De Bruyne - Fjölgar í kapphlaupinu um Delap
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
   þri 23. júní 2015 21:49
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kópavogsvelli
Gunnar: Held hún hafi bara dottið enda bað hún ekki um neitt
Gunnar Borgþórsson (til hægri)
Gunnar Borgþórsson (til hægri)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga var að vonum svekktur eftir naumt 1-0 tap sinna stúlkna gegn toppliði Breiðabliks í kvöld.

Gunnar segir að eitt atvik hafi skilið liðin af.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Selfoss

„Það var vítaspyrnudómur í fyrri hálfleik, það skildi liðin af. Að mínu mati var það rangur dómur, ég held hún hafi bara dottið enda bað hún ekki um neitt. Ég held hún hafi verið jafn hissa og allir hinir þegar hún fékk vítið."

Þrátt fyrir tapið var Gunnar sáttur við spilamennsku liðsins.

„Heilt yfir er ég sáttur, mjög mikil barátta eins og við vissum að þessi leikur yrði. Það vantaði bara að komast í gegnum þær, þær spiluðu mjög flotta vörn."

Gunnar segir markmiðin skýr, það á að vera í toppbaráttu og berjast um titla.

„Við erum ekki í keppni við Breiðablik. Við erum búin að gefa það út að við ætlum að keppa um titla og vera í toppbaráttu, við ætlum að halda því áfram."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner