Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga var að vonum svekktur eftir naumt 1-0 tap sinna stúlkna gegn toppliði Breiðabliks í kvöld.
Gunnar segir að eitt atvik hafi skilið liðin af.
Gunnar segir að eitt atvik hafi skilið liðin af.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Selfoss
„Það var vítaspyrnudómur í fyrri hálfleik, það skildi liðin af. Að mínu mati var það rangur dómur, ég held hún hafi bara dottið enda bað hún ekki um neitt. Ég held hún hafi verið jafn hissa og allir hinir þegar hún fékk vítið."
Þrátt fyrir tapið var Gunnar sáttur við spilamennsku liðsins.
„Heilt yfir er ég sáttur, mjög mikil barátta eins og við vissum að þessi leikur yrði. Það vantaði bara að komast í gegnum þær, þær spiluðu mjög flotta vörn."
Gunnar segir markmiðin skýr, það á að vera í toppbaráttu og berjast um titla.
„Við erum ekki í keppni við Breiðablik. Við erum búin að gefa það út að við ætlum að keppa um titla og vera í toppbaráttu, við ætlum að halda því áfram."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir