Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
banner
   þri 23. júní 2015 21:43
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kópavogsvelli
Fanndís: Var komin ein í gegn og hún sparkar í hælinn á mér
„Veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta"
Kvenaboltinn
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks var að vonum ánægð með 1-0 baráttu sigur liðsins í toppbaráttu slag gegn Selfossi.

Fanndís skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún vann sjálf. Hún segir að baráttan og góður varnarleikur hafi skapað sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Selfoss

„Þetta var gríðarlega sætur sigur, 1-0 sigranir eru þær sætustu, í svona baráttu leik og um fyrsta sæti, þetta var hrikalega sætt."

„Barátta og hrikalega góður varnarleikur."

Selfyssingar voru æfir yfir vítaspyrnunni sem sigurmarkið kom úr en Fanndís skilur ekki afhverju og segir þetta einfaldlega hafa verið réttan dóm og að Summer Williams hafi verið heppin að fá ekki rautt spjald.

„Ég skil ekki afhverju, ég er komin ein í gegn, hún sparkar í hælinn á mér og ég dett. Ég veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta, hún var heppin að hafa fengið að vera inná."

Fanndís er markahæsti leikmaður Pepsi deildar kvenna ásamt því að Blikar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Fanndís er mjög sátt með lífið og tilveruna, fyrir utan það að vilja meiri sól.

„Þegar sólin fer að skína aðeins meira, annars frábært."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner