Cunha og Osimhen orðaðir við Man Utd - Inter Miami vill De Bruyne - Fjölgar í kapphlaupinu um Delap
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
   þri 23. júní 2015 21:43
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kópavogsvelli
Fanndís: Var komin ein í gegn og hún sparkar í hælinn á mér
„Veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta"
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks var að vonum ánægð með 1-0 baráttu sigur liðsins í toppbaráttu slag gegn Selfossi.

Fanndís skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún vann sjálf. Hún segir að baráttan og góður varnarleikur hafi skapað sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Selfoss

„Þetta var gríðarlega sætur sigur, 1-0 sigranir eru þær sætustu, í svona baráttu leik og um fyrsta sæti, þetta var hrikalega sætt."

„Barátta og hrikalega góður varnarleikur."

Selfyssingar voru æfir yfir vítaspyrnunni sem sigurmarkið kom úr en Fanndís skilur ekki afhverju og segir þetta einfaldlega hafa verið réttan dóm og að Summer Williams hafi verið heppin að fá ekki rautt spjald.

„Ég skil ekki afhverju, ég er komin ein í gegn, hún sparkar í hælinn á mér og ég dett. Ég veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta, hún var heppin að hafa fengið að vera inná."

Fanndís er markahæsti leikmaður Pepsi deildar kvenna ásamt því að Blikar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Fanndís er mjög sátt með lífið og tilveruna, fyrir utan það að vilja meiri sól.

„Þegar sólin fer að skína aðeins meira, annars frábært."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner