Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   þri 23. júní 2015 21:43
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kópavogsvelli
Fanndís: Var komin ein í gegn og hún sparkar í hælinn á mér
„Veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta"
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks var að vonum ánægð með 1-0 baráttu sigur liðsins í toppbaráttu slag gegn Selfossi.

Fanndís skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún vann sjálf. Hún segir að baráttan og góður varnarleikur hafi skapað sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Selfoss

„Þetta var gríðarlega sætur sigur, 1-0 sigranir eru þær sætustu, í svona baráttu leik og um fyrsta sæti, þetta var hrikalega sætt."

„Barátta og hrikalega góður varnarleikur."

Selfyssingar voru æfir yfir vítaspyrnunni sem sigurmarkið kom úr en Fanndís skilur ekki afhverju og segir þetta einfaldlega hafa verið réttan dóm og að Summer Williams hafi verið heppin að fá ekki rautt spjald.

„Ég skil ekki afhverju, ég er komin ein í gegn, hún sparkar í hælinn á mér og ég dett. Ég veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta, hún var heppin að hafa fengið að vera inná."

Fanndís er markahæsti leikmaður Pepsi deildar kvenna ásamt því að Blikar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Fanndís er mjög sátt með lífið og tilveruna, fyrir utan það að vilja meiri sól.

„Þegar sólin fer að skína aðeins meira, annars frábært."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner