Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   þri 23. júní 2015 21:43
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kópavogsvelli
Fanndís: Var komin ein í gegn og hún sparkar í hælinn á mér
„Veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta"
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks var að vonum ánægð með 1-0 baráttu sigur liðsins í toppbaráttu slag gegn Selfossi.

Fanndís skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún vann sjálf. Hún segir að baráttan og góður varnarleikur hafi skapað sigurinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Selfoss

„Þetta var gríðarlega sætur sigur, 1-0 sigranir eru þær sætustu, í svona baráttu leik og um fyrsta sæti, þetta var hrikalega sætt."

„Barátta og hrikalega góður varnarleikur."

Selfyssingar voru æfir yfir vítaspyrnunni sem sigurmarkið kom úr en Fanndís skilur ekki afhverju og segir þetta einfaldlega hafa verið réttan dóm og að Summer Williams hafi verið heppin að fá ekki rautt spjald.

„Ég skil ekki afhverju, ég er komin ein í gegn, hún sparkar í hælinn á mér og ég dett. Ég veit ekki yfir hverju þeir eru að kvarta, hún var heppin að hafa fengið að vera inná."

Fanndís er markahæsti leikmaður Pepsi deildar kvenna ásamt því að Blikar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Fanndís er mjög sátt með lífið og tilveruna, fyrir utan það að vilja meiri sól.

„Þegar sólin fer að skína aðeins meira, annars frábært."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner