Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   sun 28. apríl 2024 21:46
Elvar Geir Magnússon
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Eyþór Wöhler talar í fyrirsögnum, sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að hann skrifaði Frasabókina.
Eyþór Wöhler talar í fyrirsögnum, sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að hann skrifaði Frasabókina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olga Færseth raðaði inn mörkum fyrir kvennalið KR.
Olga Færseth raðaði inn mörkum fyrir kvennalið KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var æsingur og læti á Meistaravöllum þar sem Breiðabliki tókst að landa öllum stigunum þremur með 3-2 sigri á KR. Það var hart barist og mikil spenna í lokin.

Eyþór Wöhler kom inn af bekknum hjá KR en hann gekk í raðir félagsins frá einmitt Breiðabliki fyrir nokkrum vikum.

„Virkilega súrt, sérstaklega á móti gömlu félögunum. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik. Mér leið eins og ég væri í Keanu Reeves mynd þarna í endann, við vorum að hleypa þessu upp í vitleysu og það gekk að einhverju leyti," segir Eyþór í viðtali við Sæbjörn Steinke.

Eyþór fékk að heyra það frá sínum fyrrum liðsfélaga, Damir Muminovic, eftir að hafa brotið á Arnóri Gauta.

„Ég fatta það ekki alveg. Serbinn þarf bara aðeins að róa sig niður og hætta að skipta sér af. Þetta var klárlega gult spjald og aukaspyrna en svo bara búið eftir það og við höldum áfram."

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Í uppbótartíma náði KR að minnka muninn úr vítaspyrnu sem Eyþór krækti í.

„Þetta var alltaf víti. Damir bara rífur mig niður. Ég fann bara fyrir snertingu og ég myndi segja að þetta hafi verið víti," segir Eyþór.

„Það er létt að mótivera sig fyrir svona leiki og gaman að koma inn í svona hörkuleik þar sem mikið er undir og hiti milli liða. Ég hef gaman að svona slagsmálum og að fara í menn, það skemmir ekki fyrir að það séu gömlu liðsfélagarnir. Svo knúsast menn bara eftir leik og taka í höndina á hvor öðrum."

Í lokin voru alls átta leikmenn úr Mosfellsbæ inni á vellinum, þar á meðal er Eyþór.

„Það er einstakt. Það er eitthvað í vatninu þarna í Mosfellsbæ og vonandi sameinum við krafta okkar einhverntímann í Aftureldingu og komum liðinu í fremstu röð," segir Eyþór.

Fótspor Olgu Færseth mjög stór
Hann var í lokin spurður til gamans út í skemmtileg ummæli sem hann hafði við Stöð 2 þegar hann skipti yfir í KR. Fyrirsögn viðtalsins var sú að hann vildi vera jafn iðinn við kolann hjá félaginu og Olga Færseth var. Hefði ekki verið sniðugt að setja raunhæfara markmið?

„Hún skoraði einhver 350 mörk í um 320 leikjum. Hún var alveg lúsiðin við kolann. Maður vill setja markmiðið hátt og feta í fótspor Olgu Færseth. Ég er mikill aðdáandi Olgu og sagan drýpur af hverju strái hér í KR. Hennar fótspor eru mjög stór en reynum að fylla í þau," segir Eyþór léttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner