Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
   sun 28. apríl 2024 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var geggjaður leikur," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir 2-3 sigur gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar voru sterkari aðilinn og tóku stigin þrjú með sér.

„Þetta byrjaði helvíti rólega en það var eðlilegt þar sem völlurinn er ekki góður. Einhvern veginn náðum við að vinna okkur inn í leikinn og mér fannst við vera með leikinn frá tíundu mínútu og til enda. Þetta voru klaufaleg tvö mörk sem við gáfum."

Það var hiti undir lok leiksins.

„Já, mér ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi. Mér er þá alls ekki sama. Eyþór (Aron Wöhler) keyrir inn í (Arnór) Gauta (Jónsson) eftir að hann var búinn að skalla boltann. Þetta er gjörsamlega galið og ég nenni ekki svona bulli," sagði Damir en Eyþór er fyrrum leikmaður Breiðabliks.

„Hann er að spila með öðru liði í dag og það er enginn vinur minn sem spilar með einhverju öðru liði á móti mér."

Það er gott fyrir Blika að komast aftur á sigurbraut eftir erfiða síðustu leiki. „Síðustu tveir leikir hafa ekki verið góðir af okkar hálfu og frammistaðan var ekki góð. Það vantaði attitjúd sem við sýndum svo í dag. Við settum hjarta í þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner