Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Fjarðabyggð 78 stig
11. BÍ/Bolungarvík 45 stig
12. Grótta 41 stig
10. Fjarðabyggð
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 2. deild
Hægt er að líkja gengi Fjarðabyggðar undanfarin ár við það að vera í lyftu. Liðið fór úr 1. deild niður í 3. deild á þremur árum og nú hefur liðið skotist aftur upp í 1. deild á tveimur árum. Fjarðabyggð sigraði aðra deildina af öryggi í fyrra og liðið hefur lofað nokkuð góðu á undirbúningstímabilinu miðað við nýliða í fyrstu deild.
Þjálfarinn: Brynjar Þór Gestsson er að stýra Fjarðabyggð þriðja árið í röð en liðið vann þriðju deildina 2013 og aðra deildina í fyrra. Brynjar stýrði Huginn einnig til sigurs í 3. deildinni árið 2005 en hann hefur líka þjálfað meistaraflokk hjá ÍR, Víði Garði og Álftanesi hér á landi með fínum árangri. Sumarið 2012 stýrði Brynjar 2. flokki HK til sigurs í C-deild Íslandsmótsins.
Styrkleikar: Fjarðabyggð spilar kröftugan sóknarleik og ætti ekki að eiga í vandræðum með að skora. Brynjar Gestsson hefur gert magnaða hluti sem þjálfari Fjarðabyggðar og hann hefur komið nýjum leikmönnum fljótt inn í leikstíl liðsins. Fjarðabyggð tapaði ekki leik á heimavelli í fyrra og þeir þurfa að vera áfram duglegir að hala inn stigum þar í sumar til að forðast botnbaráttu.
Veikleikar: Margir af leikmönnum liðsins hafa litla reynslu af því að spila ofar en í 2. deild. Tommy Nielsen er horfinn á braut eftir að hafa stýrt varnarleiknum eins og herforingi undanfarin tvö tímabil. Heimamenn eru ekki í jafn stóru hlutverki hjá Fjarðabyggð og oft áður og spurning er með hvort hjartað í liðinu sé jafn öflugt og síðast þegar það var í 1. deild.
Lykilmenn: Brynjar Jónasson, Kyle Kennedy, Stefán Þór Eysteinsson.
Gaman að fylgjast með: Viktor Örn Guðmundsson. Náði sér ekki á strik hjá Fylki í fyrra og var lánaður til KA um mitt sumar. Verður spennandi að sjá hann í nýrri stöðu á miðjunni hjá Fjarðabyggð.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:

Komnir:
Elmar Bragi Einarsson frá HK
Elvar Ingi Vignisson frá Aftureldingu
Hafþór Þrastarson frá Haukum
Hector Pena Bustamante frá Leikni F.
Ingvar Ásbjörn Ingvarsson í FH
Milos Ivankovic frá Huginn
Ólafur Örn Eyjólfsson í Víking R.
Viktor Örn Guðmundsson frá Fylki
Farnir:
Almar Daði Jónsson í Leikni F.
Andri Jónasson í ÍR
Fannar Árnason í Vatnaliljurnar
Haraldur Bergvinsson í Sindra
Kristján Atli Marteinsson í Selfoss
Nikolas Jelicic
Sævar Harðarson hættur
Tommy Nielsen í Grindavík
Fyrstu leikir Fjarðabyggðar
9. maí Grindavík - Fjarðabyggð
16. maí Fjarðabyggð - Fram
23. maí Fram - Fjarðabyggð
Athugasemdir