ÍA
2
0
Grindavík
Jón Vilhelm Ákason
'45
1-0
Garðar Gunnlaugsson
'74
2-0
Árni Snær Ólafsson
'90
24.07.2014 - 19:15
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn ágætur en nokkuð hvasst
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 450
Maður leiksins: Garðar Gunnlaugsson
Norðurálsvöllurinn
1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn ágætur en nokkuð hvasst
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 450
Maður leiksins: Garðar Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Teitur Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
10. Jón Vilhelm Ákason
('90)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('72)
19. Eggert Kári Karlsson
('90)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson
Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
('72)
3. Sindri Snæfells Kristinsson
('90)
20. Gylfi Veigar Gylfason
Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Gul spjöld:
Arnór Snær Guðmundsson ('36)
Rauð spjöld:
Árni Snær Ólafsson ('90)
Skagamenn unnu baráttusigur á Grindvíkingum
Í dag mættust ÍA og Grindavík í þrettándu umferð 1. deildar karla í Íslandsmótinu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli. Spilað var við erfiðar aðstæður þar sem töluverður vindur var og nokkuð þungur völlur. Skaginn þurfti að vinna leikinn til að halda öðru sætinu í deildinni og Grindavík þurfti nauðsynlega á stigum að halda til að koma sér úr fallsæti.
Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill þar sem fátt var um góð marktækifæri og hvorugt liðið vildi gefa færi á sér. Eggert Kári Karlsson fékk þó tvö dauðafæri snemma í hálfleiknum en í fyrra skiptið skaut hann framhjá markinu og í því seinna varði Óskar Pétursson mjög vel í marki Grindavíkur.
Grindavík fékk eitt dauðafæri þegar nokkuð var liðið á hálfleikinn en þá barst boltinn inn í vítateig ÍA þar sem Scott Ramsay var einn og óvaldaður utarlega í teignum. Hann reyndi að koma boltanum á Magnús Björgvinsson sem var einn fyrir opnu marki en Magnús náði ekki til boltans.
Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks komust svo heimamenn yfir. Þá barst hár bolti inn í vítateig Grindavíkur þar sem Garðar Gunnlaugsson barðist um boltann við varnarmann og náði honum. Hann kom með hælspyrnu á Jón Vilhelm Ákason sem skoraði af öryggi með skoti í fjærhornið. Þarna fagnaði Jón Vilhelm fæðingu sonar síns, sem kom í heiminn fyrr í dag.
Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir ÍA:
Seinni hálfleikur var mun fjörugri og Skagamenn sköpuðu sér nokkur góð marktækifæri sem þeir náðu ekki að nýta sér. Grindvíkingar beittu skyndisóknum en náðu sjaldan að ógna marki ÍA.
Það var svo á síðustu 20 mínútum leiksins sem hlutirnir fóru að gerast. Grindavík átti góða sókn þar sem Scott Ramsay kom boltanum inn í vítateig ÍA. Þar fékk Tomislav Misura boltann og hann kom honum út á Alex Freyr Hilmarsson sem náði skot sem Árni Snær Ólafsson varði vel í marki ÍA.
Strax í næstu sókn átti Garðar Gunnlaugsson góða stungusendingu inn fyrir fámenna vörn Grindavíkur þar sem Ólafur Valur Valdimarsson var einn á móti markverði en Óskar Pétursson varði mjög vel í markinu.
Á 74. mínútu kom annað mark ÍA en þá tók Teitur Pétursson innkast inn í vítateig Grindavíkur. Þar kom Ármann Smári Björnsson boltanum áfram inn í teig þar sem Garðar Gunnlaugsson fékk boltann. Hann sneri varnarmann af sér og kom boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark.
Skömmu síðar átti Garðar Gunnlaugsson stungusendingu inn fyrir vörn Grindavíkur þar sem Eggert Kári Karlsson var einn á móti markverði en skaut boltanum yfir markið í dauðafæri.
Grindvíkingar áttu svo kost á að komast í leikinn þegar Magnús Björgvinsson fékk dauðafæri í markteig eftir töluverðan barning í vítateig ÍA en skalli hans fór rétt yfir markið.
Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins niður og það var ekki fyrr en undir lok leiksins þegar Magnús Björgvinsson fékk sendingu inn fyrir vörn ÍA og var einn á móti Árna Snæ Ólafssyni sem fór í skógarferð út fyrir vítateiginn. Árni Snær lenti á Magnúsi og Kristinn Jakobsson dæmdi aukaspyrnu og rak Árna Snæ af leikvelli.
Eftir þetta fjaraði leikurinn út og leiknum lauk með 2-0 heimasigri ÍA.
Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill þar sem fátt var um góð marktækifæri og hvorugt liðið vildi gefa færi á sér. Eggert Kári Karlsson fékk þó tvö dauðafæri snemma í hálfleiknum en í fyrra skiptið skaut hann framhjá markinu og í því seinna varði Óskar Pétursson mjög vel í marki Grindavíkur.
Grindavík fékk eitt dauðafæri þegar nokkuð var liðið á hálfleikinn en þá barst boltinn inn í vítateig ÍA þar sem Scott Ramsay var einn og óvaldaður utarlega í teignum. Hann reyndi að koma boltanum á Magnús Björgvinsson sem var einn fyrir opnu marki en Magnús náði ekki til boltans.
Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks komust svo heimamenn yfir. Þá barst hár bolti inn í vítateig Grindavíkur þar sem Garðar Gunnlaugsson barðist um boltann við varnarmann og náði honum. Hann kom með hælspyrnu á Jón Vilhelm Ákason sem skoraði af öryggi með skoti í fjærhornið. Þarna fagnaði Jón Vilhelm fæðingu sonar síns, sem kom í heiminn fyrr í dag.
Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir ÍA:
Seinni hálfleikur var mun fjörugri og Skagamenn sköpuðu sér nokkur góð marktækifæri sem þeir náðu ekki að nýta sér. Grindvíkingar beittu skyndisóknum en náðu sjaldan að ógna marki ÍA.
Það var svo á síðustu 20 mínútum leiksins sem hlutirnir fóru að gerast. Grindavík átti góða sókn þar sem Scott Ramsay kom boltanum inn í vítateig ÍA. Þar fékk Tomislav Misura boltann og hann kom honum út á Alex Freyr Hilmarsson sem náði skot sem Árni Snær Ólafsson varði vel í marki ÍA.
Strax í næstu sókn átti Garðar Gunnlaugsson góða stungusendingu inn fyrir fámenna vörn Grindavíkur þar sem Ólafur Valur Valdimarsson var einn á móti markverði en Óskar Pétursson varði mjög vel í markinu.
Á 74. mínútu kom annað mark ÍA en þá tók Teitur Pétursson innkast inn í vítateig Grindavíkur. Þar kom Ármann Smári Björnsson boltanum áfram inn í teig þar sem Garðar Gunnlaugsson fékk boltann. Hann sneri varnarmann af sér og kom boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark.
Skömmu síðar átti Garðar Gunnlaugsson stungusendingu inn fyrir vörn Grindavíkur þar sem Eggert Kári Karlsson var einn á móti markverði en skaut boltanum yfir markið í dauðafæri.
Grindvíkingar áttu svo kost á að komast í leikinn þegar Magnús Björgvinsson fékk dauðafæri í markteig eftir töluverðan barning í vítateig ÍA en skalli hans fór rétt yfir markið.
Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins niður og það var ekki fyrr en undir lok leiksins þegar Magnús Björgvinsson fékk sendingu inn fyrir vörn ÍA og var einn á móti Árna Snæ Ólafssyni sem fór í skógarferð út fyrir vítateiginn. Árni Snær lenti á Magnúsi og Kristinn Jakobsson dæmdi aukaspyrnu og rak Árna Snæ af leikvelli.
Eftir þetta fjaraði leikurinn út og leiknum lauk með 2-0 heimasigri ÍA.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
('82)
Marko Valdimar Stefánsson
Scott Mckenna Ramsay
('79)
2. Jordan Lee Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Joseph David Yoffe
('66)
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde
Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
('79)
3. Milos Jugovic
5. Nemanja Latinovic
14. Tomislav Misura
('66)
14. Jón Unnar Viktorsson
21. Marinó Axel Helgason
('82)
Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: