Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
4
2
ÍA
Andri Fannar Stefánsson '21 1-0
Patrick Pedersen '30 2-0
2-1 Jón Vilhelm Ákason '37
Patrick Pedersen '41 3-1
3-2 Arsenij Buinickij '65
Kristinn Ingi Halldórsson '82 4-2
28.06.2015  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Flottur völlur og ágætis veður
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1123
Maður leiksins: Patrick Pedersen
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Thomas Guldborg Ghristensen
4. Einar Karl Ingvarsson ('66)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('84)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
19. Baldvin Sturluson ('73)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Iain James Williamson ('73)
6. Daði Bergsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('84)
14. Gunnar Gunnarsson
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
16. Tómas Óli Garðarsson ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Karl Ingvarsson ('53)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('66)
Iain James Williamson ('75)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
Skýrslan: Valsmenn með afar sanngjarnan sigur á ÍA
Hvað réði úrslitum?
Varnarleikur Skagamanna í dag var jafn léleg og sóknarlína Valsmanna var góð. Hvað eftir annað komust Valsmenn afturfyrir vörn gestanna og voru að koma sér í mjög góða sénsa. Á öðrum degi hefðu þeir getað skorað fleiri mörk.
Bestu leikmenn
1. Patrick Pedersen
Hefði auðveldlega getað skorað þrennu í þessum leik. Hann kom sér hvað eftir annað í færi og skoraði tvö góð mörk þar sem hann kláraði virkilega vel. Hann var síógnandi og hefði hann átt að fá víti undir lok leiksins.
2. Kristinn Freyr Sigurðsson
Ég hef ekki mætt á Valsleik í sumar án þess að Kristinn sé bestur eða næst bestur, svo einfalt er það. Hann átti eina flottustu sendingu mótsins hingað til er hann lagði upp mark á nafna sinn, Kristinn Inga Halldórsson en hann lagði einnig upp mark á Patrick Pedersen. Þess fyrir utan var hann afar sprækur, lagði upp fullt af færum og komst nálægt því að skora sjálfur oftar en einu sinni.
Atvikið
Fjórða mark Vals drap leikinn, þrátt fyrir yfirburði Valsmanna þá neituðu Skagamenn að gefast upp og náðu að minnka muninn í eitt mark, tvíveigis. Mark Kristins Inga Halldórssonar kláraði hins vegar leikinn og innsiglaði frábæran sigur Vals.
Hvað þýða úrslitin?
Valsmenn halda góðu gengi sínu áfram og eru komnir í toppbaráttu þar sem þeir eru aðeins fimm stigum frá FH sem er í toppsætinu og tveimur frá KR sem eru í öðru sæti. Skagamenn eru hins vegar í baráttu á hinum endanum en þeir eru aðeins stigi á eftir ÍBV sem er í 11. sæti sem er fallsæti. ÍBV og ÍA mætast einmitt í næsta leik
Vondur dagur
Fyrir varnarlínu Skagamanna. Hún hélt einfaldlega ekki nógu vel í kvöld og eins og áður hefur komið fram í þessari skýrslu þá komust Valsmenn hvað eftir annað afturfyrir hana. Hún var undir í flestum einvígum og getur hún í raun þakkað klaufskum Valsmönnum að hún hafi ekki fengið fleiri mörk á sig.
Dómarinn - 6
Guðmundur Ársæll Guðmundsson átti ágætis leik. Hann dæmdi leikinn mjög vel fram að atviki sem átti sér stað er Patrick Pedersen var tekinn niður innan teigs af aftasta varnarmanni. Þar hefði átt að vera dæmt víti og rautt spjald en Pedersen var spjaldaður fyrir dýfu sem er óskiljanlegt. Fyrir það lækkar Guðmundur í einkunn.
Byrjunarlið:
Páll Gísli Jónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson ('68)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
10. Jón Vilhelm Ákason ('87)
13. Arsenij Buinickij
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('46)
23. Ásgeir Marteinsson
27. Darren Lough
31. Marko Andelkovic

Varamenn:
30. Marteinn Örn Halldórsson (m)
8. Hallur Flosason ('46)
19. Eggert Kári Karlsson ('87)
20. Gylfi Veigar Gylfason

Liðsstjórn:
Arnar Már Guðjónsson
Teitur Pétursson
Albert Hafsteinsson

Gul spjöld:
Jón Vilhelm Ákason ('58)

Rauð spjöld: