Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
ÍBV
1
0
ÍA
Gunnar Már Guðmundsson '24 1-0
05.05.2013  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla.
Aðstæður: Góðar. Léttur andvari og nokkuð bjart
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1055
Maður leiksins: Víðir Þorvarðarson
Byrjunarlið:
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
5. Jón Ingason
22. Gauti Þorvarðarson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('59)

Rauð spjöld:
@mattimatt Matthías Freyr Matthíasson
Umfjöllun: ÍA lenti á heimakletti
Fyrsti leikur Pepsí deildar karla árið 2013 fór fram í flottu veðri á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum er heimamenn tóku á móti ÍA.

Mikil spenna var fyrir þessum leik þar sem jú löngu undirbúningstímabili er loks lokið en ekki síður vegna þess að Hermann Hreiðarsson er kominn heim úr atvinnumennsku og tekinn við þjálfun ÍBV eins og allir vita. Eins og það sé ekki nóg eitt og sér að þá fékk hann félaga sinn nokkurn hann David James til að standa í marki Eyjamanna í sumar.

Hermann sem fékk á sig viðurnefnið Heimaklettur í sínum heimabæ fyrir það hversu góður varnarmaður hann var á sínum ferli. Hemmi hefur greinilega lært eitthvað á löngum ferli sínum sem atvinnumaður og nær að koma því til skila til sinna manna því leikur ÍBV var oft á tíðum bara ansi skemmtilegur í dag og var liðið vel spilandi.

Þar fóru fremstir í flokki Víðir Þorvarðarson og Gunnar Már Guðmundsson en þeir spiluðu fantavel í dag og var Víðir maður leiksins. Vinnusemi þessa drengs var virkilega góð í dag og var hann öflugur við að koma sér í færi og eða skapa þau.

Eyjamenn voru þó heppnir á 10 mínútu er Bradley Simmonds tók allgrófa tæklingu á Arnar Má Guðjónsson á miðjum velli. Með réttu hefði dómari leiksins Gunnar Jarl átt að spjalda Bradley, þó ekki væri nema með gulu spjaldi en rautt hefði alveg verið sanngjarnt og þá hefði leikurinn nú spilast öðruvísi. En það er alltaf ef og hefði.

Skagamenn náðu engu flæði í sinn leik í dag og sköpuðu sér virkilega fá færi. Sérstaklega var fyrri hálfeikurinn dapur af þeirra hálfu. Eyjamenn aftur á móti spiluðu vel og voru líklegir til þess að skora.

Það bar svo árangur á 24 mínútu leiksins er Víðir Þorvarðarson átti fína sendingu inn í teignum á Gunnar Má sem átti ekki í vandræðum með að setja boltann í netið. Gunnar Már þar að skora mark í efstu deild en þann leik hefur hann leikið áður með þremur félögum. FH, Þór, Fjölni og nú ÍBV.

Seinni hálfleikurinn var mun skárri af hálfu ÍA og komst Eggert Kári Karlsson tvisvar sinnum í gott tækifæri til þess að komast einn á móti David James en í bæði skiptin hljóp Eiður Aron hann upp og kom boltanum í burtu. Þar var illa farið með góð færi.

Sanngjarn sigur Eyjamanna því staðreynd og miðað við spilamennsku þeirra í dag að þá munu þeir afsanna allar spár sem hafa birst fyrir þetta mót. Skagamenn þurfa aftur á móti að laga margt í sínum leik ef ekki á illa að fara hjá þeim í sumar. En þetta er nú einu sinni fyrsti leikurinn af mörgum og allt getur gerst.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson ('59)
Arnar Már Guðjónsson ('64)
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason
17. Andri Adolphsson
19. Eggert Kári Karlsson ('68)
27. Darren Lough

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Hákon Ingi Einarsson ('59)
20. Gylfi Veigar Gylfason ('64)

Liðsstjórn:
Einar Logi Einarsson

Gul spjöld:
Darren Lough ('75)

Rauð spjöld: