Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
FH
3
1
HK
Ísak Óli Ólafsson '12 1-0
1-1 Birnir Breki Burknason '33
Bjarni Guðjón Brynjólfsson '79 2-1
Sigurður Bjartur Hallsson '85 3-1
15.07.2024  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og sumar! Allt upp á 10
Áhorfendur: 697
Maður leiksins: Kjartan Kári Halldórsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f) ('70)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson ('70)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('75)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson ('44)
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('70)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('70)
25. Dusan Brkovic
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('44)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('75)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Arnór Borg Guðjohnsen ('51)
Jóhann Ægir Arnarsson ('84)

Rauð spjöld:
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
Skýrslan: Þrumufleygur í skeytin kláraði þetta fyrir FH
Hvað réði úrslitum?
FH byrjaði leikinn af krafti og í raun ótrúlegt að FH hafi ekki skorað fleirri mörk í upphafi leiks. HK gerði vel að halda út fyrsta hálftíman og náðu jöfnunarmarki fyrir hlé. Í seinni hálfleik var þetta mikill barningur og leikurinn þannig séð getað dottið hvoru megin sem var en það var þrumufleygur undir lok leiks sem braut ísinn og FH fóru svo að lokum með líkast til sanngjarnan sigur af hólmi.
Bestu leikmenn
1. Kjartan Kári Halldórsson
Var ógnandi í liði FH og alltaf eitthvað um að vera í kringum hann. Óheppin að skora ekki undir lokinn en átti tvær hornspyrnur sem skiluðu marki.
2. Ísak Óli Ólafsson
Var traustur í öftustu línu FH og skoraði auk þess fyrsta mark leiksins. Skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH.
Atvikið
Klárlega annað mark FH. Bjarni Guðjón Brynjólfsson með alvöru þrumufleyg í samskeytin. Vissi svo ekkert hvernig hann ætti að fagna því en liðsfélagar hans fögnuðu honum gríðarlega.
Hvað þýða úrslitin?
FH lyftir sér upp í 4.sæti deildarinnar með þessum sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum. Úrslitin eru ekki jafn hagstæð endilega fyrir HK sem eru núna tveim stigum frá fallsæti og sitja í 10.sætinu.
Vondur dagur
Hefði verið hægt að nefna nokkra í upphafi leiks en rættist vel úr þessu. Væri í raun ósanngjarnt að taka einhvern fyrir hérna sérstaklega. Ómar Ingi var ósáttur með varnarleik sinna manna í föstum leiktriðum svo varnarleikur HK í föstum leikatriðum má fá vondan dag.
Dómarinn - 8
Var virkilega ángæður með teymið í dag. Negldu allar ákvarðanir og maður var ekkert endilega mikið var við dómarann í leiknum sem er alltaf kostur. Einhver smáatriði sem er sennilega hægt að pikka út en virkilega vel af þessum leik staðið.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn ('67)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('67)
14. Brynjar Snær Pálsson
19. Birnir Breki Burknason
21. Ívar Örn Jónsson ('74)
33. Hákon Ingi Jónsson ('20)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
18. Atli Arnarson ('67)
20. Ísak Aron Ómarsson
24. Magnús Arnar Pétursson
26. Viktor Helgi Benediktsson ('74)
29. Karl Ágúst Karlsson ('67)
30. Atli Þór Jónasson ('20)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Birkir Valur Jónsson ('63)
Atli Hrafn Andrason ('64)
Brynjar Snær Pálsson ('68)
Ómar Ingi Guðmundsson ('82)

Rauð spjöld: