Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Afturelding
0
3
Þór
0-1 Rafael Victor '8 , víti
0-2 Vilhelm Ottó Biering Ottósson '20
0-3 Rafael Victor '38
13.07.2024  -  16:00
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla
Aðstæður: Grátt yfir og smá rigning
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Birkir Heimisson (Þór)
Byrjunarlið:
12. Birkir Haraldsson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson ('45)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('45)
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('71)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
22. Oliver Bjerrum Jensen ('45)
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon ('65)

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('45)
9. Andri Freyr Jónasson ('71)
19. Sævar Atli Hugason ('45)
20. Precious Kapunda
23. Sigurpáll Melberg Pálsson ('45)
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('65)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Patrekur Orri Guðjónsson ('80)
Andri Freyr Jónasson ('83)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Sannfærandi Þórsarar upp í umspilssæti en Afturelding í djúpum dal
Hvað réði úrslitum?
Leikurinn var opinn til að byrja með og bæði lið fengu færi, en munurinn til að byrja með var sá að Þórsarar nýttu sín færi. Þeir voru svo sterkir varnarlega eftir að þeir komust yfir og sýndu meiri liðsheild. Það var mikill andi í Þórsurum á meðan Mosfellingar voru fljótir að setja höfuðið ofan í bringu.
Bestu leikmenn
1. Birkir Heimisson (Þór)
Með meiri gæði en líklega allir aðrir leikmenn í þessari deild. Sendingin í þriðja markinu var algjört konfekt og svo varðist hann stórkostlega í seinni hálfleiknum.
2. Rafael Victor (Þór)
Var drjúgur fyrir Þórsara og skoraði tvisvar. Lagði líka sitt af mörkum í varnarleiknum í seinni hálfleik og bjargaði einu sinni á línu.
Atvikið
Vítaspyrnan auðvitað stórt atriði í leiknum en þriðja markið svolítið gerir út um leikinn. Það var stórkostlega útfært og sendingin frá Birki í því var í algjörum sérflokki.
Hvað þýða úrslitin?
Þórsarar eru komnir upp í fimmta sæti, umspilssæti, eftir frekar erfitt sumar framan af. Eru taplausir í síðustu fimm og stefna núna á að tengja saman tvo sigra í röð í fyrsta sinn í sumar. Afturelding hefur tapað fjórum af síðustu fimm og eru í djúpum dal þó það sé ekki langt á milli í þessari deild.
Vondur dagur
Varnarleikur Aftureldingar var slitinn í fyrri hálfleiknum og bakverðirnir báðir, Georg og Aron Elí, áttu ekki sinn besta dag. Það var svolítið spilað á bak við þá. Þessi varnarlína er ekki mjög traustverð þessa stundina og var Gunnar Bergmann klaufalegur í vítinu.
Dómarinn - 7,5
Mér fannst vítaspyrnan frekar soft við fyrstu sýn en eftir endursýningu er það réttur dómur. Mér fannst Pétur dæma leikinn vel.
Byrjunarlið:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
3. Birgir Ómar Hlynsson
5. Birkir Heimisson
6. Árni Elvar Árnason ('72)
7. Rafael Victor
10. Aron Ingi Magnússon ('72)
11. Marc Rochester Sörensen ('82)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('63)
19. Ragnar Óli Ragnarsson
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson

Varamenn:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
4. Hermann Helgi Rúnarsson
8. Jón Jökull Hjaltason ('72)
18. Sverrir Páll Ingason
21. Sigfús Fannar Gunnarsson ('72)
22. Einar Freyr Halldórsson ('82)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('63)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Jónas Leifur Sigursteinsson
Konráð Grétar Ómarsson

Gul spjöld:
Ragnar Óli Ragnarsson ('30)
Birkir Heimisson ('67)
Sigurður Heiðar Höskuldsson ('90)

Rauð spjöld: