Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Þór/KA
0
2
Víkingur R.
0-1 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir '42
0-2 Linda Líf Boama '95
19.07.2024  -  18:00
VÍS völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Hreinn Magnússon
Áhorfendur: 185
Maður leiksins: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Byrjunarlið:
12. Shelby Money (m)
Margrét Árnadóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('89)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('82)
10. Sandra María Jessen (f)
15. Lara Ivanusa ('70)
16. Lidija Kulis
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
20. Bryndís Eiríksdóttir ('70)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('89)
24. Hulda Björg Hannesdóttir (f)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
7. Amalía Árnadóttir ('89)
13. Sonja Björg Sigurðardóttir ('89)
17. Emelía Ósk Kruger
18. Bríet Jóhannsdóttir ('70)
23. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('82)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Pétur Heiðar Kristjánsson
Iðunn Elfa Bolladóttir
Sigurbjörn Bjarnason
Aron Birkir Stefánsson
Hildur Anna Birgisdóttir
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@Johannthor21 Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skýrslan: Bergþóra Sól send í lyfjapróf
Hvað réði úrslitum?
Víkingar voru miklu tilbúnari í baráttuna á VÍS vellinum í kvöld. Mikill skjálfti í heimakonum en Víkingar pressuðu vel á þær sem olli miklum ursla í öftustu línu hjá Þór/KA. Þór/KA skapaði sér lítið sem ekkert og verðskuldaður sigur Víkinga staðreynd.
Bestu leikmenn
1. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Frábær frumraun hjá henni. Skorar laglegt mark og ljóst að hún verði frábær fyrir liðið ef hún heldur þessu áfram. Fór meira að segja í lyfjapróf eftir leikinn sem tók óralangan tíma svo hún komst ekki í viðtal hjá mér eftir leikinn.
2. Selma Dögg Björgvinsdóttir
Fyrirliðinn var lífleg og lagði upp mark Bergþóru, þær unnu vel saman í leiknum.
Atvikið
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir opnaði markareikninginn sinn með Víkingum undir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá sænska liðinu Örebro. Gerði virkilega vel að vinna Huldu Björg Hannesdóttir í baráttunni um boltann.
Hvað þýða úrslitin?
Þór/KA hefur fengið þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum en liðið hefur tapað þremur heimaleikjum í röð í deildinni. Liðið er í 3. sæti með 24 stig en Víkingur er aftur komið á sigurbraut eftir tap gegn Val í síðustu umferð. Liðið er í 4. sæti með 19 stig, jafnmörg stig og FH sem á leik til góða gegn Þrótti á útivelli á morgun.
Vondur dagur
Þór/KA var í stökustu vandræðum í leiknum frá aftasta til fremsta manns. Mikill skjálfti í vörninni í upphafi leiks og liðið náði varla að ógna Birtu Georgsdóttir í marki Víkinga. Hættulegasta færið kom rétt áður en Bergþóra Sól kom Víkingum yfir en Birta varði skot Kimberley í slánna.
Dómarinn - 7
Lét leikinn rúlla vel, ekkert einasta spjald. Spurning hvort aðstoðadómarinn hafi klikkað þegar Sandra María var að sleppa í gegn en var dæmd rangstæð.
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
2. Gígja Valgerður Harðardóttir (f)
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir ('70)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('85)
14. Shaina Faiena Ashouri ('85)
16. Rachel Diodati
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('64)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('85)
13. Linda Líf Boama ('85)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('70)
26. Bergdís Sveinsdóttir ('64)
28. Rakel Sigurðardóttir
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Dagbjört Ingvarsdóttir
Lisbeth Borg
Mikael Uni Karlsson Brune
Ingólfur Orri Gústafsson
Lára Hafliðadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: