Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Fylkir
1
1
Breiðablik
Elís Rafn Björnsson '14 1-0
1-1 Guðjón Pétur Lýðsson '33
11.06.2014  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson ('77)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('81)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('60)
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Gunnar Örn Jónsson ('77)
8. Viktor Örn Guðmundsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('60)
22. Ryan Maduro
26. Sadmir Zekovic ('81)

Liðsstjórn:
Kristján Valdimarsson

Gul spjöld:
Oddur Ingi Guðmundsson ('94)

Rauð spjöld:
@grjotze Gunnar Birgisson
Breiðablik góðir í augnablik!
Fylkir og Breiðablik mættust í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Leikurinn var sérstakur fyrir margar sakir, meðal annars þær að þetta var fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Guðmundar Benediktssonar. Hin ástæðan var síðan að sjálfsögðu sú að Fylkir spiluðu sinn fyrsta leik í Pepsi deild karla fyrir framan nýja og glæsilega stúku.

Leikurinn fór rólega af stað, vallargestir gátu notið sólarinnar, fengið smá lit og gætt sér á hamborgurum áður en hasarinn byrjaði. Fyrstu alvöru sóknir fóru að líta dagsins ljós eftir 10 mínútur, og virtust Blikarnir vera örlítið sterkari til að byrja með.

Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu á 14.mínútu og voru það Fylkir sem áttu hana. Boltinn kemur fyrir og dettur skemmtilega beint fyrir framan nefið á Elís Rafni Björnssyni sem fær nægan tíma til að taka boltann niður og þakkar fyrir sig með skoti inn í pakkan, þar sem boltinn hefur viðkomu í varnarmann Blika, en inn fór boltinn. 1-0 fyrir Fylki við mikinn fögnuð heimamanna.

Eftir þetta róaðist leikurinn aftur, bæði lið áttu einhver hálffæri en ekkert sem fékk fólk til að rísa úr sætum. Það var síðan á 33.mínútu leiksins sem Breiðablik fékk aukaspyrnu á vítateigslínunni vinstra megin við teig Fylkis. Guðjón Pétur Lýðsson tvínónaði ekkert við hlutina, heldur smurði bara boltann í nærhornið. 1-1, taumlaus skemmtun í boði í Lautinni og svona var staðan þegar flautað var til hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn náði aldrei þeim hæðum sem fyrri hálfleikurinn náði. Færin voru af skornum skammti og hasarinn ekki nærri því jafn mikill. Einhver kítingur var á milli leikmanna en ekkert þó sem verðskuldaði spjald. Besta færi seinni hálfleiks fékk Blikinn Tómas Óli, þegar hann fékk fasta sendingu frá hægri kantinum og náði góðu skoti á markið, en Bjarni Þórður var á tánum og varði meistaralega.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli í mjög kaflaskiptum leik og greinilegt að hrakfarir þessa liða halda áfram, og þá sérstaklega þeirra grænklæddu, sem samkvæmt öllu ættu að vera ofar á töflunni samkvæmt öllu. En svona er fótboltinn stundum óútreiknanlegur!
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('86)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
7. Stefán Gíslason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('89)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('81)
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Jordan Leonard Halsman ('86)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson
22. Ellert Hreinsson ('81)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('89)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('93)
Tómas Óli Garðarsson ('35)
Guðjón Pétur Lýðsson ('28)

Rauð spjöld: