Eddie Howe, Steven Gerrard eða Frank Lampard að taka við enska landsliðinu - Man Utd reynir við Tah - Olmo til Man Utd - Liverpool vill Simakan
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Shamrock Rovers
68' 2
1
Víkingur R.
Undankeppni EM kvenna
Pólland
LL 0
1
Ísland
Fylkir
2
5
Selfoss
0-1 Blake Ashley Stockton '8
Carys Hawkins '38 1-1
1-2 Blake Ashley Stockton '48
Anna Björg Björnsdóttir '82 2-2
2-2 Dagný Brynjarsdóttir '123 , misnotað víti
Þóra Björg Helgadóttir '123 , misnotað víti 2-2
2-3 Celeste Boureille '123
Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir '123 , misnotað víti 2-3
2-4 Alexa Gaul '123 , víti
Hulda Hrund Arnarsdóttir '123 , misnotað víti 2-4
2-5 Guðmunda Brynja Óladóttir '123 , víti
24.07.2014  -  19:15
Fylkisvöllur
Borgunarbikar kvenna
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
25. Þóra Björg Helgadóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
2. Selja Ósk Snorradóttir
4. Carys Hawkins
5. Anna Björg Björnsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
10. Ruth Þórðar Þórðardóttir ('57)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
22. Lucy Gildein ('120)
23. Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir
24. Eva Núra Abrahamsdóttir ('107)

Varamenn:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
6. Sæunn Sif Heiðarsdóttir ('120)
7. Rut Kristjánsdóttir ('57)
17. Rakel Ýr Einarsdóttir
18. Rakel Leifsdóttir
19. Aníta Björk Axelsdóttir

Liðsstjórn:
Rakel Jónsdóttir

Gul spjöld:
Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir ('77)
Lovísa Sólveig Erlingsdóttir ('74)
Ruth Þórðar Þórðardóttir ('27)

Rauð spjöld:
@ Karitas Þórarinsdóttir
Selfoss í bikarúrslitin í fyrsta sinn í ótrúlegum leik
Fyrri undanúrslitaleikurinn í Borgunarbikarnum kláraðist í kvöld með hörkuleik einna mest spennandi liða á fótboltasumri. En það var leikur Fylkis og Selfoss.

Selfyssingar byrjuðu að krafti og áttu ágætis sókn strax á fyrstu mínútu og þar með gáfu þær tóninn í hvað koma skyldi.

Fyrsta markið koma á 8. mínútu og þar var miðvörðurinn Blake Ashley Stockton sem var réttur maður á réttum stað og þurfti einungis að pota boltanum í netið eftir að Þóra Helga var komin of framarlega í markinu.

Fylkisliðið átti af og til ágætis sóknir en þær droppuðu kannski heldur mikið í fyrri hálfleiknum.

Það var mikill liðsheildarbragur í spili Selfossliðsins og þær áttu leikinn þangað til að Carys Hawkins jafnaði muninn og þá fóru Fylkisstelpurnar að vera líkari sjálfum sér.

Í seinni hálfleik byrjuðu Selfossstelpurnar aftur að sama krafti og þær voru fljótar að ná forystunni aftur og það aftur með marki frá miðverðinum Blake Ashley Stockton.

Selfoss endurtók eiginlega fyrri hálfleikinn en þegar á leið á leikinn komst Fylkir meira og meira inn í leikinn.

Þegar stutt var til leiksloka skoraði Anna Björg Björnsdóttir stórglæsilegt mark með skoti fyrir utan teig. Og þarna sýndu Fylkisstelpur að þær voru ekki að fara gefa neitt og komu til baka með miklum karakter í annað skiptið í leiknum.

Fylkir lá þungt á Selfossliðiðu rétt fyrir lok 90 mínútnunna. Lucy Gildein átti svo síðasta og eitt hættuelgasta færi leiksins þegar hún var komin ein inn fyrir en Alexa Gaul kom út á hárréttum tíma og bjargaði.

Dómarinn flautaði í framlengingu og það var orðið heldur spennuþrungið í Lautinni.

Liðin skiptust á að sækja en það var færi Hrafnhildar Heklu sem var lang hættulegast í seinni hálfleik framlengingarinnar. Það kom rétt fyrir lok seinni hálfleiks en það munaði millimetrum að hún hefði skallað í mark.

Markalaust í framlengingunni og þá tók við vítaspyrnukeppnin þar sem Alex Gaul varði þrjú víti og skoraði sjálf úr einu. Þóra Helgadóttir tók einnig spyrnu í leiknum en Alex Gaul varði frá henni.

Það var svo Guðmunda Brynja sem tryggði Selfossi sigurinn. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Selfoss sem þær tryggja sér í úrslitaleikinn í bikarkeppni og þar með er búið að skrifa nýtt blað í fóboltasögunni á Selfossi sem og fótboltasögu Íslands.

Leikurinn var frábær. Ótrúlega spennandi allan tímann. Blóð, sviti og tár hreinlega láku úr báðum liðum og hungrið fleytti þeim alla leið í vítaspyrnukeppnina.

Áhorfendur stóðu sig vel í stúkunni. Sjaldgæft að upplifa svona stemmningu á vellinum á kvennaleik en þetta var til fyrirmyndar.

Selfoss fer á Laugardalsvöllinn 30. ágúst og mætir annað hvort Stjörnunni eða Breiðabliki.
Byrjunarlið:
24. Alexa Gaul (m)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Anna María Friðgeirsdóttir ('96)
Dagný Brynjarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('111)
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
16. Arna Ómarsdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir
21. Celeste Boureille
30. Blake Ashley Stockton

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir ('111)
8. Íris Sverrisdóttir
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
18. Andrea Ýr Gústavsdóttir
20. Thelma Björk Einarsdóttir
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('96)
29. Katrín Rúnarsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: