Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
ÍBV
2
2
Leiknir R.
0-1 Halldór Kristinn Halldórsson '2
Víðir Þorvarðarson '20 1-1
1-2 Ólafur Hrannar Kristjánsson '30
Ian David Jeffs '69 2-2
20.05.2015  -  19:15
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Gott veður, skýjað en sól og hlýtt úti
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 645
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Ian David Jeffs
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason
5. Avni Pepa
7. Aron Bjarnason
11. Víðir Þorvarðarson ('86)
17. Bjarni Gunnarsson ('66)
20. Mees Junior Siers
22. Gauti Þorvarðarson ('74)
23. Benedikt Októ Bjarnason

Varamenn:
1. Abel Dhaira (m)
2. Tom Even Skogsrud
6. Gunnar Þorsteinsson ('74)
14. Jonathan Patrick Barden
21. Dominic Khori Adams ('86)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Jonathan Glenn (Þ)

Gul spjöld:
Mees Junior Siers ('25)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Gabríel Sighvatsson
Skýrslan: Langþráð mörk Eyjamanna dugðu ekki gegn nýliðunum
Hvað réði úrslitum?
Leiknir skoraði mark á 2. mínútu leiksins þar sem einbeitingarleysi gerði vart við sig í vörn ÍBV og var það eins og köld vatnsgusa fyrir þá. Þeir náðu þó að koma til baka og skoruðu jafnframt sitt fyrsta mark á keppnistímabilinu. Hvorugt liðið átti frekar skilið að vinna leikinn og jafntefli sanngjörn úrslit.
Bestu leikmenn
1. Ian Jeffs
Ian var langbestur Eyjamanna og átti flottan leik á miðjunni. Hann skoraði seinna mark ÍBV í leiknum og stjórnaði spilinu mjög vel. Markið var einstaklega vel gert hjá honum og hann skapaði mörg færi fyrir liðsfélaga sína sem náðu einfaldlega ekki að nýta sér það.
2. Ólafur Hrannar Kristjánsson
Það voru margir góðir leikmenn í leiknum í dag en Ólafur Hrannar hreppir titilinn að þessu sinni. Ólafur skoraði annað mark Leiknis í leiknum í dag og var hættulegur í flestum aðgerðum sínum.
Atvikið
Á 20. mínútu leiksins skoraði Víðir Þorvarðarson fyrsta mark Eyjamanna á tímabiliu eftir frábæra sendingu frá Jóni Ingasyni og jafnaði leikinn um leið í 1-1. Leikmennirnir fengu klárlega aukið sjálfstraust með þessu marki og jókst trú þeirra a verkefnið. Eyjamenn voru sprækir í leiknum og hefðu vel getað náð í öll 3 stigin.
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða að ÍBV er loksins komið á blað í deildinni, bæði hvað varðar stigasöfnun og markaskorun. Þeir sitja þó enn í neðsta sæti deildarinnar. Leiknir náðu sömuleiðis í gott útivallarstig og getur það skipt sköpum á lokametrunum.
Vondur dagur
Dómarinn Pétur Guðmundsson var ekki góður í dag og getur talist heppinn að hafa aðeins þurft að flauta á lítilsháttar brot. Kolbeinn Kárason í liði Leiknis átti afskaplega dapran dag svo vægt sé til orða tekið. Var hvergi sjáanlegur í leiknum og var á endanum skipt út af þegar 10 mínútur lifðu leiks.
Dómarinn - 3
Pétur Guðmundsson átti slæman dag en hann átti allt of fáar góðar ákvarðanir í leiknum. Hann var allt of strangur á brot og var engan veginn með tök á leiknum. Sem betur fer fyrir hann urðu engin stór vafaatriði í dag.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson ('25)
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Edvard Börkur Óttharsson
7. Atli Arnarson
8. Sindri Björnsson
9. Kolbeinn Kárason ('79)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
19. Amath Andre Dansokho Diedhiou
21. Hilmar Árni Halldórsson
30. Charley Roussel Fomen

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
15. Kristján Páll Jónsson ('79)
16. Frymezim Veselaj
23. Gestur Ingi Harðarson ('25)
27. Magnús Már Einarsson

Liðsstjórn:
Elvar Páll Sigurðsson

Gul spjöld:
Eiríkur Ingi Magnússon ('72)

Rauð spjöld: