Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Fylkir
1
0
Breiðablik
Daði Ólafsson '37 , víti 1-0
17.05.2017  -  19:15
Floridana völlurinn
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Skýjað og logn
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('60)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Andri Þór Jónsson
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Arnar Már Björgvinsson ('67)
16. Emil Ásmundsson ('81)
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
5. Orri Sveinn Stefánsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('81)
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('67)
14. Albert Brynjar Ingason
24. Elís Rafn Björnsson ('60)
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('29)
Oddur Ingi Guðmundsson ('59)
Emil Ásmundsson ('63)

Rauð spjöld:
@brynjarerluson Brynjar Ingi Erluson
Skýrslan: Daði skaut Fylki í 16-liða úrslit
Hvað réði úrslitum?
Það sem réði úrslitum var eiginlega hversu yfirvegaðir og vel spilandi Fylkismenn voru. Hákon Ingi fiskar þessa vítaspyrnu á Damir og Daði Ólafsson kláraði það örugglega. Það er ákveðið andleysi í gangi hjá Blikum og sóknarlega er liðið ekki að finna sig. Á meðan eru Fylkismenn bara kátir í fínum málum í byrjun sumars og með bullandi sjálfstraust.
Bestu leikmenn
1. Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Hann var algert dýr þarna á miðjunni. Ryksugaði allt sem þurfti að ryksuga og flottur leiðtogi.
2. Michee Efete (Breiðablik)
Hann var fínn á móti Stjörnunni þrátt fyrir að liðið hafi fengið þrjú mörk á sig en hann var betri í dag. Hann er allt í öllu, sækir vel og verst vel. Verður bara betri.
Atvikið
Þegar Ásgeir Eyþórsson handlék knöttinn innan teigs eftir að Arnþór Ari skaut boltanum af stuttu færi. Ekkert dæmt og Blikar hefðu mögulega getað komist þá inn í leikinn.
Hvað þýða úrslitin?
Fylkismenn eru komnir í 16-liða úrslitin og verður dregið á föstudaginn. Þessi úrslit segja manni það að breiddin hjá Fylki er mikil. Liðið var með menn á borð við Andrés Má, Albert Brynjar og Elís Rafn Björnsson á bekknum. Það er enginn með fast sæti í byrjunarliðinu og samkeppni um allar stöður. Ég ætla ekki að taka neitt af Damir og Efete í miðverðinum hjá Blikum. Þeir eru byrjaðir að mynda ágætis samvinnu og ekki er verra að Gunnleifur Gunnleifsson er kominn í svakalegan gír og hefur verið frábær í síðustu tveimur leikjunum hjá Blikum. Hann átti góðar vörslur í dag og eina svakalega þar sem hann varði í tvígang. Blikar þurfa að leysa hægri bakvarðarstöðuna betur, því fyrir mér er Davíð Kristján frábær í vinstri bakverðinum. Gísli Eyjólfsson átti góða innkomu á miðjuna í dag en liðinu sárvantar þó að hafa Oliver í liðinu. Sólon Breki var týndur stóran part af leiknum en Blikar eru væntanlega að reyna að finna rót vandans í þessum sóknarleik. Martin Lund, Arnþór Ari og Höskuldur þurfa allir að gera betur ef liðið ætlar sér einhverja hluti.
Vondur dagur
Arnþór Ari hefur átt betri daga í Blikatreyjunni og sömu sögu má segja um Martin Lund. Arnþór fékk nokkur færi og skaut þeim vel yfir markið. Martin var í basli og Fylkismenn lokuðu vel á hann. Sólon Breki var svolítið týndur en hann er samt að stíga sín svona fyrstu skref á hæsta stigi hér á landi.
Dómarinn - 6
Vilhjálmur Alvar var þokkalegur. Sýndist þó hann hafa átt að dæma augljóst víti á Ásgeir Eyþórsson þegar boltinn fór í handlegginn á honum.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Martin Lund Pedersen
11. Aron Bjarnason ('46)
13. Sólon Breki Leifsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('46)
26. Michee Efete
30. Andri Rafn Yeoman ('73)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Gísli Eyjólfsson ('46)
16. Ernir Bjarnason
18. Willum Þór Willumsson ('73)
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Guðmundur Friðriksson ('46)
36. Aron Kári Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Sigurður Víðisson (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Hildur Kristín Sveinsdóttir
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Úlfar Hinriksson
Páll Einarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: