Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
Í BEINNI
Úrslitaleikur EM
Spánn
LL 2
1
England
Valur
1
0
Breiðablik
Kristinn Ingi Halldórsson '80 1-0
10.09.2017  -  19:15
Valsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Nokkuð sterkur vindur á markið Öskjuhlíðarmegin, völlurinn þurr en verið að rennbleyta. 10 stiga hiti.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 932
Maður leiksins: Eiður Aron Sigurbjörnsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen ('79)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('85)
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff ('89)
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
3. Edvard Dagur Edvardsson
5. Sindri Björnsson ('85)
9. Nicolas Bögild
11. Sigurður Egill Lárusson ('89)
13. Arnar Sveinn Geirsson ('79)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('43)
Andri Adolphsson ('56)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Átta Valsfingur á Íslandsmeistaratitli
Hvað réði úrslitum?
Einbeitingarleysi í varnarleik Blika og markanef Kristins Inga Halldórssonar. Það var ljóst að það yrði djúpt á marki í þessum leik, Kristinn var langfyrstur á lausan bolta eftir flotta vörslu Gunnleifs við skot frá Einari Karli.
Bestu leikmenn
1. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Akkerið í varnarleiknum í fyrri hálfleik Valsmanna og ró í uppspilinu allt annað eftir að hann kom til leiks við þá rauðu. Vörnin var þriggja manna í kvöld í fjarveru Bjarna Ólafs og Eiður stýrði henni.
2. Gísli Eyjólfsson
Potturinn og pannan í öllu sem Blikar gerðu sóknarlega, fín skot líka. Gísli búinn að eiga mjög gott sumar í brokkgengu Kópavogsliði.
Atvikið
Haukur Páll tók fullorðins tæklingu á Svein Aron á miðjum vellinum eftir rúmlega 20 mínútna leik, kom ansi duglega að því er virtist með báðum fótum. Þóroddur mat að hann hefði tekið boltanna og dæmdi ekki aukaspyrnu en Blikastúkan heimtaði rautt spjald. Þarf endursýningu til að sjá.
Hvað þýða úrslitin?
Valsmenn eru allt að því búnir að tryggja sér titilinn. Geta gert það strax í næstu umferð ef þeir ná betri árangri en Stjörnumenn, gætu klárlega fagnað gífurlega á Akureyrarvelli á fimmtudag. Blikar geta kvatt Evrópudrauminn og þurfa sigur til að hrista endanlega af sér falldrauginn.
Vondur dagur
Rispuð plata þegar Blikaliðið á í hlut. Þetta lið er mjög gott fótboltalið þangað til það kemst inn á sóknarþriðjunginn, þá eru rangar ákvarðanir teknar og eilítið einbeitingarleysi virkar á mann í teignum. Vænlegar sóknir koma þeim í flottar stöður sem þeir nýta illa. Í dag féllu sénsarnir fyrir Andra og Arnþór helst og því sofa þeir örugglega verst, en Sveinn Aron og Martin Lund eiga líka að gera miklu betur. Milos augljóslega pirraður á sóknarnýtingunni sinni í sumar.
Dómarinn - 8,0
Leikurinn rann ágætlega hjá tríóinu og margar flottar ákvarðanir, sérstaklega gaman að sjá menn dæma á brot þó að sóknaraðilinn fljúgi ekki um loftin og Þóroddur beitti flottum hagnaði. Atvikið tekur hann aðeins niður, mér fannst hann eiga að dæma þar, en ef það var rétt mat hjá flautaranum fær hann alveg heilum hærra í einkunn.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason ('82)
10. Martin Lund Pedersen ('75)
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen
21. Guðmundur Friðriksson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
9. Hrvoje Tokic ('75)
16. Ernir Bjarnason
18. Willum Þór Willumsson ('82)
21. Dino Dolmagic
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('53)
Aron Bjarnason ('90)

Rauð spjöld: