Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
1
0
Valur
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir '76 , víti 1-0
10.07.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Andrea Rán Snæfeld
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir ('92)
8. Heiðdís Lillýardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('89)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir ('77)
27. Selma Sól Magnúsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('92)
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('77)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('89)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Selma Sól Magnúsdóttir ('72)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Blikar á toppnum þegar mótið er hálfnað
Hvað réði úrslitum?
Fókusinn var heilt yfir betri hjá Blikum. Bæði lið byrjuðu sterkt, áttu færi og létu finna fyrir sér í skemmtilegum fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik kom betur og betur í ljós að Blikar voru betur gíraðar í verkefnið. Samvinna leikmanna og barátta var til fyrirmyndar á meðan Valskonum gekk illa að tengja saman sendingar og náðu litlum takti í sinn leik.
Bestu leikmenn
1. Andrea Rán Snæfeld
Andrea Rán átti hrikalega góðan leik á miðjunni hjá Blikum og samvinna hennar og Alexöndru var til fyrirmyndar. Dreifði spili, bjó til sénsa og skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu.
2. Sonný Lára Þráinsdóttir
Markvörðurinn fær titilinn eftir góða frammistöðu. Valskonur fengu fjölmörg horn og föst leikatriði sem Sonný greip vel inn í . Hún á svo frábæra vörslu undir lok leiks sem fer langleiðina með að tryggja sigur Blika.
Atvikið
Það voru nokkrir vendipunktar í leiknum. Guðrún Karítas hefði getað náð forystunni fyrir Val strax í upphafi og báðir markverðir eiga góðar vörslur sem halda sínum liðum inni í leiknum. Atvikið hlýtur hinsvegar að vera vítið. Thelma Björk gerir sig seka um slæm mistök þegar hún heldur Alexöndru fastri í teignum í baráttunni um fyrirgjöf. Óvanalegt hjá þessum reynslumikla leikmanni. Andrea Rán fór síðan svellköld á punktinn, sendi Söndru í rangt horn og skoraði eina mark leiksins.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar halda toppsætinu og sitja þar þegar mótið er hálfnað. Átta sigrar í níu leikjum er ekkert til að kvarta yfir. Frábær árangur hjá ungu og breyttu liði Breiðabliks. Valsarar sáu fyrir sér að komast upp fyrir Blika en sitja áfram í 3. sæti og halda áfram að anda ofan í hálsmálið á Blikum og norðankonum.
Vondur dagur
Berglind Björg spilaði mjög vel en framherjar eru dæmdir af mörkunum sem þeir skora og landsliðskonan fór ekki vel með sína sénsa fyrir framan markið. Þá voru nokkrar Valskonur í basli. Guðrún Karítas komst lítið í takt við leikinn, Málfríður Anna átti í vandræðum með Öglu Maríu og Arianna var ekki sannfærandi í hafsentinum.
Dómarinn - 8
Arnar Þór og félagar voru með allt meira og minna á hreinu.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('82)
21. Arianna Jeanette Romero
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('72)
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('64)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir ('82)
6. Mist Edvardsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('72)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('64)
27. Hanna Kallmaier

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('43)

Rauð spjöld: