Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
3
1
Selfoss
0-1 Grace Rapp '23
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '49 1-1
Alexandra Jóhannsdóttir '52 2-1
Alexandra Jóhannsdóttir '72 3-1
17.09.2018  -  17:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Allskonar. Leikurinn hófst í logni og haustsól. Endaði í hellidembu.
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Áhorfendur: 433
Maður leiksins: Alexandra Jóhannsdóttir
Byrjunarlið:
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('73)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('90)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir ('45)
21. Hildur Antonsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton ('45)
14. Berglind Baldursdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('73)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('90)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Breiðablik er tvöfaldur meistari 2018!
Hvað réði úrslitum?
Breiðablik er besta liðið á Íslandi í dag. Þær voru lengi í gang og ólíkar sjálfum sér í fyrri hálfleik en það er svo mikill karakter og liðsheild í þessu liði að það kom engum á óvart þegar þær sneru leiknum sér í hag í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur. Það skal þó ekki tekið af Selfyssingum að þær komu flottar til leiks og létu Blika hafa fyrir sigrinum.
Bestu leikmenn
1. Alexandra Jóhannsdóttir
Áfram heldur miðjumaðurinn að spila vel og skora mörk. Skoraði tvö mikilvæg í dag, var á fullu allan tímann og er að blómstra í Kópavoginum.
2. Agla María Albertsdóttir
Hér gera nokkrir Blikar tilkall en Agla María fær titilinn. Byrjaði leikinn vel og átti margar fínar rispur í dag. Hættuleg sóknarlega. Lagði upp eitt mark og bjó til nokkur færi fyrir liðsfélagana.
Atvikið
Annað mark Breiðabliks. Berglind Björg jafnar fyrir Blika og stuðningsmenn liðsins voru ennþá að fagna þegar Alexandra kom þeim yfir. Markið kom eftir hrikaleg markmannsmistök en Blikum létti eðlilega mikið við það og þó Selfoss hafi átt sláarskot seinna í leiknum var þetta í raun aldrei spurning eftir að Breiðablik náði forystunni.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik hefur átt hreint magnað sumar og Blikar standa uppi sem tvöfaldir meistarar. Frábært lið og titlarnir heldur betur verðskuldaðir.
Vondur dagur
Emma átti að gera betur í öðru marki Blika og það eru nokkrar í Blikaliðinu sem áttu ekki sinn besta leik. Það er hinsvegar algjör óþarfi að fara að pæla í því á svona stundu. Liðið er tvöfaldur meistari og það er engin að fara að pirra sig á spilamennskunni þegar lagst verður á koddann í kvöld.
Dómarinn - 7,5
Flott hjá tríóiu.
Byrjunarlið:
1. Emma Mary Higgins (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir ('58)
8. Íris Sverrisdóttir ('62)
9. Halla Helgadóttir ('78)
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f)
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus

Varamenn:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir ('78)
11. Anna María Bergþórsdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('58)
21. Þóra Jónsdóttir ('62)
79. Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Svandís Bára Pálsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir
Alexis Kiehl
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: