JÁVERK-völlurinn
þriðjudagur 07. maí 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Glæsilegur JÁVERK-völlur. Einn sá flottasti. Lítur vel út í kvöld.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 220
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Selfoss 1 - 4 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('8)
0-2 Alexandra Jóhannsdóttir ('27)
1-2 Darian Elizabeth Powell ('34)
1-3 Hildur Antonsdóttir ('42)
1-4 Agla María Albertsdóttir ('82, víti)
Myndir: Anna Þonn - fotbolti.net
Byrjunarlið:
1. Kelsey Wys (m)
0. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir (f)
9. Halla Helgadóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('70)
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir
23. Darian Elizabeth Powell ('87)

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir ('87)
16. Nadía Rós Emilíud. Axelsdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('70)

Liðstjórn:
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason
Óttar Guðlaugsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)

Gul spjöld:
Alfreð Elías Jóhannsson ('75)

Rauð spjöld:
@arnarmagnusson Arnar Helgi Magnússon
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Blikar komust yfir snemma í leiknum sem að gerði þeim klárlega auðveldara fyrir. Í leiknum sást klár gæðamunur á liðunum tveimur þó svo að mörkin sem að Selfyssingar gáfu hafi verið ansi ódýr. Blikarnir gerðu nákvæmlega það sem að þær þurftu að gera og sigurinn var aldrei í hættu.
Bestu leikmenn
1. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind Björg skoraði mark og lagði upp annað í leiknum í kvöld. Fékk nokkur fín færi og hefði auðveldlega getað skorað að minnsta kosti eitt mark í viðbót. Alltaf hættuleg þegar boltinn er nálægt henni.
2. Hildur Antonssdóttir
Algjör baráttuhundur á miðjunni. Vann gífurlega marga bolta fyrir Blika og leikmenn Selfyssinga réðu lítið sem ekkert við hana. Kórónaði síðan frábæra frammistöðu sína með marki.
Atvikið
Ekki mikið af risa atvikum í leiknum. Vítaspyrnan sem að Agla María skoraði úr á 82. mínútu fær þennan titil. Kláraði leikinn endanlega fyrir gestina úr Kópavogi.
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða einfaldlega það að Blikar eru komnir í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga. Selfyssingar hinsvegar án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Vondur dagur
Varnarleikur Selfyssinga var ansi dapur í leiknum og liðið gaf mörk sem að auðveldlega er hægt að koma í veg fyrir. Brynja Valgeirsdóttir, þessi frábæri varnarmaður Selfyssinga, hefur oft spilað betur en hún gerði slæm mistök í öðru marki Blika ásamt því að fá dæmda á sig vítaspyrnu undir lok leiksins.
Dómarinn - 8,5
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, er líklega ekki sammála mér enda talaði hann við hana í dágóða stund eftir leikinn. Fannst Bríet hafa flott tök á leiknum, hélt línu og var með stóru ákvarðanirnar hárréttar.
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
7. Agla María Albertsdóttir ('83)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
11. Fjolla Shala ('26)
13. Ásta Eir Árnadóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('86)

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
14. Berglind Baldursdóttir
15. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('83)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('26)
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('86)

Liðstjórn:
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Tinna Harðardóttir
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('37)
Þorsteinn H Halldórsson ('61)

Rauð spjöld: