Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fylkir
4
3
Breiðablik
Valdimar Þór Ingimundarson '6 1-0
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson '27
Geoffrey Castillion '42 2-1
2-2 Damir Muminovic '48
Ásgeir Eyþórsson '57 3-2
Valdimar Þór Ingimundarson '66 4-2
4-3 Thomas Mikkelsen '85
14.06.2019  -  19:15
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Blíða í Lautinni og allt upp á 10
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1.170
Maður leiksins: Valdimar Þór Ingimundarson - Fylkir
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f) ('76)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('56)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
16. Ólafur Ingi Skúlason
20. Geoffrey Castillion ('59)
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
4. Andri Þór Jónsson ('76)
6. Sam Hewson ('59)
13. Arnór Gauti Ragnarsson
17. Birkir Eyþórsson
22. Leonard Sigurðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Daði Ólafsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Kolbeinn Birgir Finnsson ('39)
Hákon Ingi Jónsson ('40)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Fylkismenn átu Blika með húð og hári
Hvað réði úrslitum?
Helgi Sigurðsson getur farið skælbrosandi inn í helgina. Hann henti Fylkisliðinu í 3-5-2, hans menn mættu hrikalega vel gíraðir og topplið deildarinnar átti engin svör. Í raun átti þessi leikur aldrei að vera spennandi í endann, svo mikið betri voru heimamenn. En ofboðslega var þessi leikur góð skemmtun!
Bestu leikmenn
1. Valdimar Þór Ingimundarson - Fylkir
Skítlétt að velja mann leiksins. Valdimar var geggjaður í kvöld. Tvö mörk, stoðsending, barátta, hlaup, leikgleði... það var allt til staðar.
2. Helgi Valur Daníelsson - Fylkir
Hljóp endalaust. Þessi gæi á allt hrós skilið og magnað hvað hann er í góðu standi.
Atvikið
Þegar Fylkir braut ísinn á 6. mínútu. Valdimar með frábæra pressu á Gunnleif sem sparkaði knettinum í bakið á honum. Valdimar þakkaði fyrir sig og setti boltann í tómt markið.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar missa toppsætið á morgun þegar Skagamenn mæta KR. Liðsheild Fylkis var aðdáunarverð í kvöld og liðið er búið að tengja saman tvo sigra og koma sér í fín mál í fjórða sætinu.
Vondur dagur
Blikar voru samstíga í því að vera óhemju slakir í kvöld. Það leit út eins og þeir hefðu eitt landsleikjahlénu á Benidorm. Fengu á sig fjögur mörk sem er ansi óvanalegt. Það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleiknum og bölvanlega gekk hjá þeim að tengja saman sendingar. Liðið átti ekkert skilið í þessum leik.
Dómarinn - 6,5
Hefði mögulega getað hent Brynjólfi Darra í sturtu í lok leiks og það voru nokkur atvik sem ég var ekki sammála. En í heildina með fín tök.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson
7. Jonathan Hendrickx ('71)
9. Thomas Mikkelsen
11. Aron Bjarnason
18. Arnar Sveinn Geirsson ('68)
21. Viktor Örn Margeirsson (f)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
50. Sindri Snær Vilhjálmsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
8. Viktor Karl Einarsson ('71)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Þórir Guðjónsson
25. Davíð Ingvarsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('68)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Sigmar Ingi Sigurðarson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('70)
Brynjólfur Darri Willumsson ('83)

Rauð spjöld: