Fífan
föstudagur 21. júní 2019  kl. 18:00
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Dúnalogn inni í Fífu eins og vanalega.
Dómari: Ásbjörn Sigþór Snorrason
Maður leiksins: Murielle Tiernan (Tindastóll)
Augnablik 0 - 1 Tindastóll
0-1 Murielle Tiernan ('31)
Byrjunarlið:
1. Telma Ívarsdóttir (m)
0. Þórdís Katla Sigurðardóttir ('67)
2. Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir
2. Ásta Árnadóttir
7. Sandra Sif Magnúsdóttir
8. Ragna Björg Einarsdóttir ('11)
11. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
14. Hildur María Jónasdóttir
15. Fanney Einarsdóttir
22. Helga Marie Gunnarsdóttir ('69)
77. Hildur Lilja Ágústsdóttir ('75)

Varamenn:
12. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
4. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
4. Brynja Sævarsdóttir ('69)
5. Elín Helena Karlsdóttir
6. Hugrún Helgadóttir
9. Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir ('75)
17. Birta Birgisdóttir ('67)
19. Birna Kristín Björnsdóttir ('11)

Liðstjórn:
Rebekka Ágústsdóttir
Guðjón Gunnarsson (Þ)
Tinna Harðardóttir
Ragna Björg Kristjánsdóttir
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Það var nú einfaldlega bara markið sem Murielle setti á 31. mínútu leiksins. Augnablik stjórnuðu þessum leik og áttu mun fleiri færi í dag. Það vantaði bara að klára þau. Tindastóll fékk nokkrar skyndisóknir sem sköpuðu hættu en það sem réði því að þær unnu þennan leik var að Murielle kláraði besta færið sem þær fengu í kvöld.
Bestu leikmenn
1. Murielle Tiernan (Tindastóll)
Stórhættuleg uppi á toppi hjá Stólurum. Þegar þær voru með boltann leituðu þær strax að henni. Skoraði gott mark sem réði úrslitum leiksins.
2. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Augnablik)
Var mjög öflug á hægri kantinum og bjó til mörg af færum Augnabliks í kvöld. Var illviðráðanleg í hlaupum upp völlinn og átti stórhættulegar fyrirgjafir og svo vann hún líka vel til baka.
Atvikið
Þegar Tindastóll þurfti að skipta inn varamarkmanni sínum sem útileikmanni undir lok leiksins þegar María Dögg þurfti að fara af velli. Það voru aðeins 4 varamenn á skýrslu hjá þeim í kvöld og í upphafi leiks varð ein þeirra, Jóna María svo óheppin að fá slink á hálsinn þegar hún fékk boltann í sig af stuttu færi.
Hvað þýða úrslitin?
Liðin voru jöfn á stigum fyrir leik en með sigrinum komst Tindastóll upp í 3. sætið en FH og Grindavík eiga þó leik til góða. Augnablik er áfram með 6 stig í 7. sætinu
Vondur dagur
Miðjumenn Tindastóls sáust varla í þessum leik og var lítið sem ekkert spil hjá þeim. Þegar þær fengu boltann var honum komið strax fram á Murielle, en ég hefði viljað sjá þær halda boltanum betur. Þær voru undir í flestum einvígum á miðjunni en fengu þó stundum dæmdar á sig mjög ódýrar aukaspyrnur.
Dómarinn - 4
Ásbjörn ekki alveg nógu sannfærandi í kvöld og var lítið samræmi í dómgæslunni. Virtist einnig hafa klikkað á allavega einum vítaspyrnudómi.
Byrjunarlið:
1. Lauren Amie Allen (m)
0. Krista Sól Nielsen
0. Guðrún Jenný Ágústsdóttir
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
8. Hrafnhildur Björnsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir ('72) ('88)
10. Jacqueline Altschuld
17. Hugrún Pálsdóttir
20. Kristrún María Magnúsdóttir ('61)
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
2. Jóna María Eiríksdóttir
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir ('72)
7. Sólveig Birta Eiðsdóttir ('61)
15. Anna Margrét Hörpudóttir

Liðstjórn:
Skúli Vilhjálmur Jónsson
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Ágúst Eiríkur Guðnason
Aron Geir Jónsson
Bryndís Heiða Gunnarsdóttir

Gul spjöld:
Krista Sól Nielsen ('51)
María Dögg Jóhannesdóttir ('55)
Hrafnhildur Björnsdóttir ('56)

Rauð spjöld: