Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Breiðablik
3
1
ÍBV
0-1 Telmo Castanheira '6
Kolbeinn Þórðarson '45 1-1
2-1 Óskar Elías Zoega Óskarsson '55 , sjálfsmark
Thomas Mikkelsen '74 3-1
22.06.2019  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Mælirinn segir 14 gráður, blankandi sól og rennblautt gervigras. Smá hliðarvindur frá nýju stúkunni. Geggjaðar aðstæður.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 742
Maður leiksins: Aron Bjarnason
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('46)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('67)
7. Jonathan Hendrickx
9. Thomas Mikkelsen
11. Aron Bjarnason
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson (f)
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('86)

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson ('86)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('46)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('67)
77. Kwame Quee

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Alexander Helgi Sigurðarson ('66)
Viktor Örn Margeirsson ('90)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Toppsæti til Blika í kaflaskiptum leik
Hvað réði úrslitum?
Barnalegur varnarleikur ÍBV og taktískar tilfærslur hjá Blikum. Fyrstu tvö mörk Blikanna voru af ódýrara taginu eftir að ÍBV höfðu verið mjög sterkir framan af. Gæðalið eins og Blikar klára svoleiðis verkefni.
Bestu leikmenn
1. Aron Bjarnason
Frábær í seinni hálfleiknum, eftir að Blikar fóru í 4-3-3 voru fleiri boltar þræddir til hans og hann á tvær stoðsendingar og miklu fleiri góðar sem hefðu getað skapað mörk, hélt áfram eftir frábæra innkomu í Garðabæ.
2. Andri Rafn Yeoman
Langmesta lífsmark Blika í fyrri hálfleik, á stóran þátt í fyrstu 2 mörkunum. Gæðaleikmaður sem skiptir miklu máli fyrir Blikaliðið.
Atvikið
Eyjamenn vildu tvö víti í dag, strax eftir 40 sekúndur fellur Guðmundur í teignum eftir viðskipti upp úr horni og í 2-1 stöðu vilja þeir víti þegar virtist brotið á Castanheira. Úr stúkunni virkaði það klárt leikbrot en þó utan teigs. Stórar ákvarðanir þar á ferð.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar eru á toppnum um sinn hið minnsta, ÍBV sitja enn neðstir í deildinni eftir 9 leiki.
Vondur dagur
Ég er ekki viss um að Óskar Elías horfi mikið á úrklippur úr þessum leik, hann gerir sjálfsmark í marki 2 og síðan fer Aron hrikalega með hann í marki númer 3. Stuttu seinna var honum kippt af velli.
Dómarinn - 7,0
Heilt yfir var leiknum vel stjórnað af dómaratríóinu en þessi stóru atvik skipta máli. Klárt mál að a.m.k. leikbrot var á 72.mínútu sem hefði getað skipt máli í leiknum, þar átti Jóhann að flauta.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Evariste Ngolok ('44)
8. Priestley Griffiths
8. Telmo Castanheira
10. Guðmundur Magnússon
11. Víðir Þorvarðarson
11. Sindri Snær Magnússon
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('76)
77. Jonathan Franks ('86)

Varamenn:
93. Rafael Veloso (m)
2. Nökkvi Már Nökkvason
12. Eyþór Orri Ómarsson ('86)
17. Róbert Aron Eysteinsson ('44)
19. Breki Ómarsson ('76)
73. Gilson Correia

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Ian David Jeffs
Matt Garner
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson
Márcio Santos

Gul spjöld:
Sigurður Arnar Magnússon ('28)
Felix Örn Friðriksson ('71)
Pedro Hipólito ('72)

Rauð spjöld: