Origo völlurinn
sunnudagur 11. ágúst 2019  kl. 20:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Aðeins of hvasst en annars bara fínt.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1063
Maður leiksins: Davíð Þór Viðarsson
Valur 2 - 3 FH
0-1 Steven Lennon ('51, víti)
1-1 Patrick Pedersen ('55, víti)
2-1 Patrick Pedersen ('64, víti)
2-2 Björn Daníel Sverrisson ('75)
2-3 Morten Beck Guldsmed ('83)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund ('87)
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('72)
17. Andri Adolphsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen ('46)

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('46)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
28. Emil Lyng ('87)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('72)

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('30)
Ólafur Jóhannesson ('67)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Það er rosalega erfitt að segja. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem að Valsarar mættu beittari til leiks en FH-ingar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Seinni hálfleikurinn var svo algjört fíaskó þar sem að Sigurður Hjörtur dæmdi þrjár vítaspyrnur. FH-ingar sýndu karakter eftir að hafa lent 2-1 undir og uppskáru eftir því og unnu góðan 3-2 sigur.
Bestu leikmenn
1. Davíð Þór Viðarsson
Svaraði gagnrýnisröddum í dag. Fyrirliðinn var gjörsamlega frábær í dag. Góðar sendingar sem að varnarmenn Vals áttu í vandræðum með og hrikalega fastur fyrir.
2. Steven Lennon
Hættulegasti maður FH í dag. Var síógnandi og kemur þeim á bragðið þegar að hann fiskar vítaspyrnu sem að hann skorar sjálfur úr snemma í seinni hálfleik.
Atvikið
Það er úr nægu að taka hérna. Valur fær tvær vítaspyrnur í leiknum sem er alveg hægt að setja spurningamerki við . Andri Adolphs fellur við þegar að hann fer framhjá Þórði Þorsteini og virtist um klára dýfu að ræða þar. Seinna vítið er hægt að réttlæta frekar þegar að Daði Freyr kýlir Andra þegar hann er að reyna að hreinsa boltanum frá. Þá var sigurmark FH líka á gráu svæði þegar að Hannes lendir í árekstri við sóknarmann FH.
Hvað þýða úrslitin?
FH-ingar ná að tengja saman tvo sigra og eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig í þessari fáránlegu jöfnu deild. Valsarar eru hvergi nærri dottnir úr Evrópubaráttunni og eru með 23 stig í sjötta sæti.
Vondur dagur
Rosalega erfitt að setja fingurinn á það. Eiður Aron gerir klaufalega mistök þegar að Steven Lennon fiskar fyrsta víti leiksins. Kristinn Steindórsson sást lítið í leiknum og var stundum of lengi að koma boltanum frá sér. Þá var lítið að frétta sóknarlega hjá Val en bæði mörk þeirra komu eins áður segir úr vítaspyrnum.
Dómarinn - 4
Sigurður Hjörtur fær því miður falleinkunn í dag. Leikurinn var gríðarlega erfiður að dæma og áttu Sigurður og hans menn í tómu basli með að ráða við hann. Þrjú mörk sem að hægt er að setja spurningamerki við hvort ættu að standa.
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('38)
6. Björn Daníel Sverrisson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson ('65)
9. Jónatan Ingi Jónsson ('86)
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
14. Morten Beck Guldsmed
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
3. Cédric D'Ulivo ('38)
11. Atli Guðnason
22. Halldór Orri Björnsson ('86)
27. Brandur Olsen ('65)
30. Arnar Sigþórsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Silja Rós Theodórsdóttir

Gul spjöld:
Morten Beck Guldsmed ('29)
Davíð Þór Viðarsson ('64)
Guðmann Þórisson ('64)
Jónatan Ingi Jónsson ('82)

Rauð spjöld: