Fylkir
3
1
Víkingur R.
Hákon Ingi Jónsson '10 1-0
1-1 Óttar Magnús Karlsson '56
Helgi Valur Daníelsson '86 2-1
Emil Ásmundsson '90 3-1
18.09.2019  -  19:15
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sterkur hliðarvindur og rennandi blautur gervigrasvöllur. Fínar haustaðstæður.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Helgi Valur Daníelsson
Byrjunarlið:
32. Stefán Logi Magnússon (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('76)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
16. Ólafur Ingi Skúlason
17. Birkir Eyþórsson
20. Geoffrey Castillion
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Sam Hewson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Emil Ásmundsson ('76)
22. Leonard Sigurðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Andrés Már Jóhannesson ('64)
Ásgeir Eyþórsson ('65)
Daði Ólafsson ('67)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Bikarmeistarar enn í fallhættu
Hvað réði úrslitum?
Þrautseigja og karakter Fylkismanna. Voru mun betri í fyrri hálfleik en leiddu bara 1-0 og fengu á sig jöfnunarmark og virtust vera að missa af leiknum. Settu mark úr föstu leikatriði í lokin og sigldu 3 stigum heim.
Bestu leikmenn
1. Helgi Valur Daníelsson
Heldur betur sem hann Helgi líkist rauðvíni, batnar með aldrinum bara. Stjórnaði á miðjunni og setti annað markið sem í raun réð úrslitum.
2. Geoffrey Castillion
Castillion fékk mörg færi til að skora en náði því ekki en hann vann gríðarlega fyrir liðið og lagði boltann á samherja í bestu færum Fylkis. Er í frábæru standi.
Atvikið
Í stöðunni 1-1 er stungið í gegnum Fylkisvörnina á Ágúst Hlynsson sem afgreiddi boltann örugglega í markið en flaggið fór á loft og markið stóð ekki. Hefði að sjálfsögðu breytt miklu ef Víkingar hefðu komist yfir.
Hvað þýða úrslitin?
Fylkismenn eru komnir í 5.sæti og fara næst í leik við Stjörnuna sem gæti orðið úrslitaleikur um 4.sætið. Bikarmeistarar Víkinga geta enn tölfræðilega fallið, sitja 6 stigum frá fallsæti með 2 umferðir eftir.
Vondur dagur
Bikarmeistarinn og eilífðar-Víkingurinn Halldór átti erfitt í miðjuvörninni. Var stálheppinn að Castillion refsaði honum ekki fyrir stór mistök í fyrri og var ansi duglegur að brjóta í síðari hálfleik en slapp við spjöldin. Hefur svo sannarlega átt betri daga.
Dómarinn - 7,5
Ekki mikið af stórum atvikum hjá tríóinu. AD1 var vel staðsettur til að dæma jöfnunarmark Víkinga en það var ósamræmi í spjaldanotkun Einars sem dregur hann niður. Getur betur.
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
Sölvi Ottesen
3. Logi Tómasson
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f)
21. Guðmundur Andri Tryggvason ('36)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
77. Atli Hrafn Andrason ('46)
77. Kwame Quee

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
7. James Charles Mack
8. Viktor Örlygur Andrason ('36)
18. Örvar Eggertsson ('46)
19. Þórir Rafn Þórisson
23. Nikolaj Hansen

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Kwame Quee ('16)

Rauð spjöld: