Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haukar
3
2
ÍR
Vienna Behnke '8 1-0
1-1 Sigrún Erla Lárusdóttir '25
Vienna Behnke '79 2-1
Dagrún Birta Karlsdóttir '83 3-1
3-2 Linda Eshun '90
20.09.2019  -  19:15
Ásvellir
Inkasso deild kvenna
Dómari: Olgeir Halldórsson
Maður leiksins: Haukar
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('86)
3. Katrín Mist Kristinsdóttir
5. Helga Ýr Kjartansdóttir
6. Vienna Behnke
10. Lára Mist Baldursdóttir ('80)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('56)
16. Sierra Marie Lelii ('86)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir (f) ('89)
23. Sæunn Björnsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Varamenn:
1. Selma Líf Hlífarsdóttir (m)
8. Harpa Karen Antonsdóttir ('86)
9. Regielly Oliveira Rodrigues ('80)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
25. Elín Björg Símonardóttir ('56)
26. Helga Magnea Gestsdóttir
39. Berghildur Björt Egilsdóttir ('89)

Liðsstjórn:
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Rún Friðriksdóttir
Sigrún Björg Þorsteinsdóttir
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Svandís Ösp Long
Sigmundur Einar Jónsson

Gul spjöld:
Sæunn Björnsdóttir ('82)

Rauð spjöld:
@BaldvinPalsson Baldvin Pálsson
Skýrslan: Haukar náðu verðskulduðum en erfiðum sigri
Hvað réði úrslitum?
Það bjuggust nú flest allir við sigri Hauka í kvöld og nákvæmlega svona leik, þar sem Hauka stelpur lágu á vörn ÍR og sóttu og sóttu. Ekkert eitt sem réði þessum sigri en allar stelpurnar í Haukum spiluðu frábærlega. Sæunn var sem vél á vellinum og Vienna, Sierra, Katrín Mist, Heiða Rakel og Dagrún fá hér allar hrós en allt liðið var flott og pressaði einnig gríðarlega vel í hvert sinn sem gestirnir voru með boltann.
Bestu leikmenn
1. Haukar
Þær voru svo margar sem áttu góðan leik. Lýsararnir á vellinum völdu Sæunni sem besta leikmann kvöldsins og ég get alveg verið sammála því, en samt sem áður hrósa ég öllu liðinu.
2. Eva Ýr Helgadóttir
Þrátt fyrir að hafa fengið á sig 3 mörk þá var ekkert af þeim sem mætti skrifa á hana og hún átti risa stórleik. Ég var orðinn þreyttur á að skrifa orðin "frábær varlsa hjá Evu" og á tímum var þetta eins og að horfa á handboltaleik miðað við öll skotin sem hún varði og hvernig hún stökk til. Við vorum margir orðlausir í skýlinu en þetta var mögnuð frammistaða hjá Evu.
Atvikið
Seinna mark Hauka og Viennu. Það þurfti mikið til þess að komast yfir, Hauka stelpur lágu á ÍR en náðu ekki að koma boltanum aftur inn í netið fyrr en á 79. mínútu og þvílikt mark sem það var. Gullfalleg chippa hjá Viennu og eftir þetta voru allir vissir um Hauka sigur.
Hvað þýða úrslitin?
Það breytist ekkert eftir þennan leik. ÍR áfram á botninum og Haukar áfram í 4. sæti nema með auka 3 stig. Tindastóll vann sinn leik en með úrslit í þeirra hag hefðu Hauka stelpur getað stolið þriðja sætinu en svo var ekki.
Vondur dagur
Annar vondur dagur fyrir ÍR. Alls ekki búið að vera gott tímabil hjá þeim og þetta var sextándi tapleikur þeirra í 18 leikjum í deildinni. Þær voru búnar að falla fyrir leikinn en samt sem áður alltaf súrt að tapa og leiðinlegt fyrir Evu að týna svona góðri frammistöðu í vondu tapi.
Dómarinn - 10
Glerharður hann Olgeir, lét engann komast upp með neitt og spjaldaði ekki nema það átti við. Einungis eitt spjald fór á loft og það var hárrétt ákvörðun. Hann var með góð tök á leiknum og vissi hvað hann var að gera.
Byrjunarlið:
1. Auður Sólrún Ólafsdóttir (m) ('84)
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Elísabet Lilja Ísleifsdóttir
3. Irma Gunnþórsdóttir
3. Linda Eshun
5. Álfheiður Bjarnadóttir ('84)
7. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
10. Sigrún Erla Lárusdóttir
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir (f)
24. Marta Quental
26. Anna Bára Másdóttir

Varamenn:
17. Wiktoria Klaudia Bartoszek ('84)
20. Oddný Karólína Hafsteinsdóttir
22. Viktoria Szumowska ('84)

Liðsstjórn:
Sigurður Þ Sigurþórsson (Þ)
Bjarkey Líf Halldórsdóttir
Felix Exequiel Woelflin
Ásgeir Þór Eiríksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: