Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
KA
1
0
Grótta
Steinþór Freyr Þorsteinsson '91 1-0
18.07.2020  -  16:00
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Norðanvindur og 5° hiti. Það er júlí.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Rodrigo Gomes Matejo
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('85)
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Almarr Ormarsson (f) ('85)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
20. Mikkel Qvist
22. Hrannar Björn Steingrímsson
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('93)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
17. Ýmir Már Geirsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('85)
25. Jibril Antala Abubakar ('93)
29. Adam Örn Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('85)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Gunnar Örvar Stefánsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Branislav Radakovic
Stefán Sigurður Ólafsson
Baldur Halldórsson

Gul spjöld:
Andri Fannar Stefánsson ('47)
Ásgeir Sigurgeirsson ('68)

Rauð spjöld:
@danielmagg77 Daníel Smári Magnússon
Skýrslan: Steinþór Freyr hetja KA gegn Gróttu
Hvað réði úrslitum?
KA menn komu boltanum í netið. Það var lengst af mikið jafnræði með liðunum og ekki tomma gefin eftir. Bæði lið fengu færi til þess að klára leikinn, en það var ekki fyrr en á 91. mínútu sem að Steinþór Freyr stangaði sendingu Guðmundar Steins í netið af stuttu færi og tryggði stigin þrjú fyrir KA.
Bestu leikmenn
1. Rodrigo Gomes Matejo
Át upp margar sóknir Gróttumanna og var góður á boltanum sömuleiðis. Það bar enginn leikmaður höfuð og herðar yfir aðra leikmenn en Rodri átti góðan leik og steig fá feilspor.
2. Ástbjörn Þórðarson
Ástbjörn var ákaflega skeinuhættur á hægri kantinum fyrir Gróttumenn. Varðist vel og átti nokkrar stórhættulegar fyrirgjafir. Pétur Theódór fékk eina beint á pönnuna sem hann hefði átt að vinna betur úr.
Atvikið
Sigurmarkið. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar að Steinþór skallaði boltann framhjá Hákoni. Það virtist sem enn eitt jafnteflið ætlaði að líta dagsins ljós á Greifavelli, en Steinþór sá til þess að svo færi ekki.
Hvað þýða úrslitin?
KA lyfta sér upp í 9. sætið með sex stig á meðan Grótta situr eftir í því 11. með fjögur stig. Það er þungu fargi létt af norðanmönnum, þar sem að þeir voru í leit að sínum fyrsta sigri. Grótta létu þá hafa fyrir hlutunum og hefðu hæglega getað farið með stigin þrjú heim í Seltjarnarnes. KA fer í Kaplakrika og mætir FH í miðri viku, en Gróttumenn taka á móti Víkingi R.
Vondur dagur
Ég get í raun ekki bent á eitt né neitt. Þetta var góður fótboltaleikur og enginn sem átti áberandi slæman dag.
Dómarinn - 8
Hafði góð tök á leiknum og lét hann fljóta ágætlega. Hefði mögulega getað flautað víti á Mikkel Qvist þegar hann átti í kapphlaupi við Axel.
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
5. Patrik Orri Pétursson
6. Sigurvin Reynisson (f) ('93)
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('70)
11. Axel Sigurðarson
19. Kristófer Melsted
20. Karl Friðleifur Gunnarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Valtýr Már Michaelsson ('93)
77. Pétur Theódór Árnason

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
3. Bjarki Leósson
17. Kieran Mcgrath ('93)
19. Axel Freyr Harðarson ('93)
21. Óskar Jónsson
29. Óliver Dagur Thorlacius ('70)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: