Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KR
1
1
Þróttur R.
0-1 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir '75
Hlíf Hauksdóttir '92 1-1
20.07.2020  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('56)
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir
16. Alma Mathiesen ('81)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
28. Angela R. Beard

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
9. Hlíf Hauksdóttir ('81)
10. Inga Laufey Ágústsdóttir ('56)
14. Kristín Sverrisdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir

Gul spjöld:
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('87)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Jafnt í röndótta Reykjavíkurslagnum
Hvað réði úrslitum?
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en KR-ingar sköpuðu sér mun hættulegri færi. Friðrika í marki Þróttar varði vel í tvígang og staðan því jöfn þegar flautað var til hálfleiks. Þróttarar voru svo sterkari í síðari hálfleik og eftir öfluga innkomu varamannanna Ólafar Sigríðar og Leu Bjartar leit út fyrir að gestirnir ætluðu að taka stigin þrjú. Það voru hinsvegar aðrir varamenn sem tóku málin í sínar hendur og þær Inga Laufey og Hlíf Hauks bjuggu til jöfnunarmark fyrir KR í uppbótartíma. Eigum við því ekki að segja að varamennirnir hafi haft mikil áhrif á úrslit leiksins í kvöld?
Bestu leikmenn
1. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
Frábær leikur hjá yngsta fyrirliða deildarinnar. Hélt öflugum miðjumönnum KR í skefjun með ótrúlegri baráttu og klókindum.
2. Angela R. Beard
Ástralinn var bara búin að mæta á eina heila æfingu með KR-liðinu fyrir leik en leit vel út í kvöld. Lék bæði sem hægri bakvörður og vinstri kantur og leysti bæði hlutverk með prýði. Spennandi viðbót hjá Vesturbæingum.
Atvikið
Það er ekki hægt að líta framhjá gríðarlega mikilvægu jöfnunarmarki Hlífar Hauksdóttur í uppbótartíma. Vel klárað og KR-ingar áfram taplausar eftir kví. Flottasta mómentið var þó líklega sprettur nýliðans Angelu yfir allan völlinn til þess að bjarga á marklínu. Fótboltaútgáfan af varnarvinnunni hans Alexander Petersson á EM 2010.
Hvað þýða úrslitin?
Liðin deila með sér stigunum og eru bæði heldur súr með niðurstöðuna. KR-ingar eru í 9. sæti deildarinnar með 4 stig. Geta litið á björtu hliðarnar en þær eru enn taplausar eftir sóttkví og eiga leik til góða á liðin í kringum sig. Þróttarar gera þriðja jafnteflið sitt í röð í deildinni. Eru komnar í 6 stig, rétt eins og ÍBV, Stjarnan og Þór/KA.
Vondur dagur
Mary Alice Vignola hefur farið á kostum í upphafi Íslandsmóts en hún varð fyrir því óláni að meiðast í upphitun og gat ekki spilað í dag. Vont fyrir hana og Þróttara sem söknuðu hennar, sérstaklega framan af leik. Dagurinn endaði líka illa fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd af velli, líklega viðbeinsbrotin.
Dómarinn - 7
Fín frammistaða hjá dómurunum sem héldu línu allan leik. Leikmenn fengu að takast á úti á velli og leikurinn flaut þokkalega. Bæði lið vildu víti en ég held að tríóið hafi verið með allt sitt á hreinu í þeim atvikum.
Byrjunarlið:
Sóley María Steinarsdóttir
6. Laura Hughes ('87)
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Stephanie Mariana Ribeiro ('87)
10. Morgan Elizabeth Goff
13. Linda Líf Boama ('65)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('65)
16. Mary Alice Vignola
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
20. Friðrika Arnardóttir

Varamenn:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('54)
5. Jelena Tinna Kujundzic ('87)
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
14. Margrét Sveinsdóttir ('87)
18. Andrea Magnúsdóttir ('54)
21. Lea Björt Kristjánsdóttir ('65)
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('65)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Edda Garðarsdóttir
Andrea Þórey Hjaltadóttir

Gul spjöld:
Laura Hughes ('87)

Rauð spjöld: