Kópavogsvöllur
föstudagur 24. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 282
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Breiðablik 5 - 0 Þróttur R.
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('25)
2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('44)
3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('58)
4-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('67)
5-0 Agla María Albertsdóttir ('91)
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir ('62)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('82)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir ('72)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('62)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('72)

Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
3. Ragna Björg Einarsdóttir
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('62)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('62)
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('72)
22. Rakel Hönnudóttir ('82)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('72)

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Aron Már Björnsson
Jófríður Halldórsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Hildur Antonsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Tjú, tjú heyrðist í Blikalestinni sem hélt sínu striki í kvöld. Það eru gæði í hverri einustu leikstöðu í Blikaliðinu og þær eru óstöðvandi um þessar mundir. Skora fimm og fá ekkert á sig frekar en fyrri daginn. Liðið lítur hrikalega vel út. Vængbrotnir Þróttarar reyndu hvað þær gátu en Blikaliðið var einfaldlega nokkrum númerum of stórt.
Bestu leikmenn
1. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Frábær leikur hjá BBÞ#10. Þrenna og stoðsending og Berglind er orðin markahæst í deildinni með 10 mörk eftir 6 leiki.
2. Alexandra Jóhannsdóttir
Alexandra er búin að vera frábær í sumar og hélt uppteknum hætti í kvöld. Var vinnusöm og skilaði marki og stoðsendingu.
Atvikið
Berglind Björg skoraði sína aðra þrennu í sumar og er markahæst í deildinni með 10 mörk eftir 6 leiki. Það var líka mjög svo áhugavert atvik eftir 13 mínútur þegar Þróttur þurfti að gera markmannsskiptingu. Það skildu fæstir hvað var að gerast því Friðrika markvörður hafði ekki lent í neinum meiðslum. Það var líka skrítið að sjá varamarkmanninn leysa hana af í Breiðablikstreyju merktri Telmu Ívarsdóttur. Áhorfendur áttu erfitt með að átta sig á því hver væri komin í markið og af hverju, en varamarkvörðurinn Agnes Þóra Árnadóttir var ekki á upphaflegu leikskýrslunni. Það kom svo upp úr krafsinu að hún hafði verið ræst út á síðustu stundu þar sem Friðrika var orðin veik og gat ekki spilað.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar halda áfram sigurgöngu sinni. Eru komnar upp fyrir Val á toppi deildarinnar og eiga enn leik til góða. Þróttarar tapa sínum þriðja leik í sumar. Missa KR-inga upp fyrir sig og sitja í 7. sæti með 6 stig.
Vondur dagur
Friðrika Arnardóttir þurfti að fara útaf vegna veikinda snemma leiks. Hundfúlt fyrir hana.
Dómarinn - 7
Tríóið hafði það nokkuð huggulegt í kvöldsólinni í Kópavogi. Þurfti ekki að taka neinar stórar ákvarðanir. Þróttarar voru ekki kátir með nokkur smærri atriði undir lok leiks og fannst ekki samræmi í dómum Ásmundar. Ég get alveg tekið undir það en þetta voru engin stór atriði og allir búnir að gleyma þeim eftir leik.
Byrjunarlið:
1. Friðrika Arnardóttir (m) ('13)
0. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('60)
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
10. Morgan Elizabeth Goff
11. Tinna Dögg Þórðardóttir ('75)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('45)
17. Lea Björt Kristjánsdóttir
18. Andrea Magnúsdóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('75)
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Varamenn:
31. Agnes Þóra Árnadóttir (m) ('13)
3. Mist Funadóttir ('75)
4. Hildur Egilsdóttir ('75)
5. Jelena Tinna Kujundzic ('60)
9. Stephanie Mariana Ribeiro
14. Margrét Sveinsdóttir ('45)
16. Mary Alice Vignola

Liðstjórn:
Edda Garðarsdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Andrea Þórey Hjaltadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: