Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Víkingur Ó.
3
0
Leiknir F.
Vignir Snær Stefánsson '33 1-0
Gonzalo Zamorano '57 2-0
Billy Jay Stedman '62 3-0
26.07.2020  -  16:00
Ólafsvíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Billy Jay Steadman
Byrjunarlið:
1. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Michael Newberry
6. James Dale (f)
7. Ívar Reynir Antonsson ('90)
10. Indriði Áki Þorláksson
11. Harley Willard
11. Billy Jay Stedman
17. Kristófer Jacobson Reyes
18. Ólafur Bjarni Hákonarson
19. Gonzalo Zamorano ('77)
22. Vignir Snær Stefánsson ('65)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
8. Daníel Snorri Guðlaugsson ('90)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('77)
20. Vitor Vieira Thomas
21. Pétur Steinar Jóhannsson
33. Kristófer Daði Kristjánsson ('65)

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Guðjón Þórðarson (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Einar Magnús Gunnlaugsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:
Vignir Snær Stefánsson ('42)

Rauð spjöld:
@ Einar Knudsen
Skýrslan: Víkingur Ó. mættir til leiks loksins.
Hvað réði úrslitum?
Víkingar voru bara ákveðnari og stjórnuðu leiknum frá A til Ö. Leiknir virkuðu hræddir og margir af þeim virtust bara ekki hafa trú á verkefninu. Leikmenn Víkings voru ferskari á öllu leyti og sköpuðu ótal færa, og þessi leikur hefði getað endað 6 - 0, en tréverkið og markmaður Leiknis hindruðu það.
Bestu leikmenn
1. Billy Jay Steadman
Þessi ungi drengur var einnig maður leiksins í minni bók, hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking og sem var einnig hans fyrsta sem fagmaður, svo átti hann einnig eina stoðsendingu. Billy var stórhættulegur á vinstri kantinum og réðu varnarmenn engan veginn við hraða og tækni hans. Billy átti nokkrar flottar fyrirgjafir, stungur, og svo voru hann, Gonzalo og Harley alltaf hættulegir þegar þeir fengu boltann, þú varst eiginlega alltaf að búast við marki.
2. James Dale
James bar fyrirliðabandið í þessum leik og sýndi hann og sannaði að hann átti þð skilið. Drengurinn var allt í öllu á miðjunni og átti nokkrar góðar tæklingar og sýnda mikla baráttu. Flottur leikur hjá nýja fyrirliðanum.
Atvikið
Þegar Víkingar náðu að setja fyrsta markið , þá sá maður og vissi að þeir væru að fara vinna, bara hversu stórt það yrði var eina spurningin.
Hvað þýða úrslitin?
Leiknir detta niður um eitt sæti og er í 10. sæti, og Víkingur fer þá upp um eitt sæti upp í það 9. og geta tekið þennan flotta sigur inn í næsta leik, og greinilegt að Guðjón Þórðar hefur vakið sína menn og var þetta allt annað lið en í síðasta leik.
Vondur dagur
Hjá öllu Leiknir F. liðinu, nema Bergsteini markmanni þeirra sem hélt þeim á lífi í þessum leik. Vantaði allann eld í marga leikmenn, Unnar Ari var sá eni sem var með einhvern neista þarna á miðjunni hjá þeim og reyndi ítreka að peppa sína menn upp en það bara gerði því miður ekkert. Ef þú ferð inn í leiki með enga trú, þá ertu að fara láta valta yfir þig. Upp með hausinn drengir.
Dómarinn - 10
Ekkert út hann að setja, auðveldur leikur til að dæma, hann var yfirvegaður og lét engan leikmann eða þjálfara trufla sig.
Byrjunarlið:
1. Bergsteinn Magnússon (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('60)
5. Almar Daði Jónsson
9. Björgvin Stefán Pétursson
11. Sæþór Ívan Viðarsson
15. Kristófer Páll Viðarsson ('70)
16. Unnar Ari Hansson
19. Stefán Ómar Magnússon ('60)
21. Daniel Garcia Blanco
22. Ásgeir Páll Magnússon
29. Povilas Krasnovskis ('70)

Varamenn:
6. Jón Bragi Magnússon
8. Jesus Suarez Guerrero ('60)
10. Marteinn Már Sverrisson
14. Kifah Moussa Mourad ('70)
17. Valdimar Brimir Hilmarsson ('70)
18. David Fernandez Hidalgo ('60)

Liðsstjórn:
Brynjar Skúlason (Þ)
Jens Ingvarsson
Danny El-Hage

Gul spjöld:
Unnar Ari Hansson ('13)
Jesus Suarez Guerrero ('88)

Rauð spjöld: