Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
1
1
Grótta
Sigurvin Reynisson '38
Guðmundur Steinarsson '39
0-1 Karl Friðleifur Gunnarsson '54
Pablo Punyed '70 1-1
24.09.2020  -  16:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Haustið svo sannarlega komið, við leggjum af stað í 4ra gráðu hita og sterkur vindur á hlið en þó í átt að KR-heimilisins, sólin skín. Völlurinn geggjaður hjá Bö-vélinni.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Arnar Þór Helgason
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Stefán Árni Geirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
16. Pablo Punyed ('73)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('54)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
4. Arnþór Ingi Kristinsson
17. Alex Freyr Hilmarsson ('73)
19. Hrafn Tómasson
22. Óskar Örn Hauksson ('54)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('45)
Ægir Jarl Jónasson ('45)
Pálmi Rafn Pálmason ('53)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Tíu Gróttumenn tóku stig í slagnum um vestrið
Hvað réði úrslitum?
Þrjóskur varnarleikur gestanna og lítill ákafi heimamanna sem voru manni fleiri í um klukkustund. Veðrið spilaði svosem líka inní
Bestu leikmenn
1. Arnar Þór Helgason
Frábær í miðju varnarinnar. Tók fyrirliðabandið þegar Sigurvin var rekinn útaf og stýrði varnarleiknum af mikilli festu. Greip svo inn sjálfur með frábærri björgun á línu í 1-1 stöðu.
2. Stefán Árni Geirsson
Langbestur KR-inga, öll hættan í kringum hann, stoðsendingin kom frá honum og hann hefði í raun átt að fá a.m.k. 2 slíkar í viðbót en félagar hans náðu ekki að klára færin.
Atvikið
Rauða spjaldið hans Sigurvins. Eftir klafs við línuna hendir hann í svakalega tæklingu á Pablo. Þeir lágu báðir eftir og mikil reikistefna varð í 3 mínútur á meðan tríóið spjallaði um niðurstöðuna og sjúkraliðið hlúði að báðum aðilum. Þá kom svarið um hvort spjaldið varð rautt eða gult. Rauða varð valið og frá blaðamannastúkunni séð stóðst sá dómur skoðun.
Hvað þýða úrslitin?
KR tapar stigum í baráttunni um Evrópusætið og Grótta hefði þurft að sigra til að eiga möguleika á að halda sætinu í deildinni. Næsta umferð inniheldur lykilleiki fyrir bæði lið.
Vondur dagur
Öll sóknarlína KR utan Stefáns átti vondan dag. Í raun bara kannski allur sóknarleikurinn sem var hugmyndasnauður í leiknum, endalausar tilraunir til að fara upp miðjan völlinn sem enduðu bara stanslaust á vörn gestanna. Jafnvel eftir að hafa skorað jöfnunarmark upp úr vængspili!
Dómarinn - 8,5
Tríóið tók stóra ákvörðun í fyrri hálfleik og svo aðra þegar Gróttan skorar markið sitt. Yfirvegaðir í sínum aðgerðum...fulllangur tími í rauða spjaldinu þó bauð upp á smá hasar. Stórar ákvarðanir held ég réttar og línan í dómgæslunni góð.
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason ('79)
2. Arnar Þór Helgason
4. Tobias Sommer
6. Sigurvin Reynisson (f)
6. Ólafur Karel Eiríksson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
19. Axel Freyr Harðarson
19. Kristófer Melsted
20. Karl Friðleifur Gunnarsson
21. Óskar Jónsson

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
3. Bjarki Leósson
7. Kjartan Kári Halldórsson
17. Kieran Mcgrath ('79)
29. Óliver Dagur Thorlacius
29. Grímur Ingi Jakobsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:
Ágúst Þór Gylfason ('39)

Rauð spjöld:
Sigurvin Reynisson ('38)
Guðmundur Steinarsson ('39)