Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
0
2
Stjarnan
0-1 Angela Pia Caloia '31
0-2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir '41
25.09.2020  -  16:15
Meistaravellir
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Andvari og þurrt
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: Reytingur
Maður leiksins: Shameeka Nikoda Fishley (Stjarnan)
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson ('46)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('61)
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Hlíf Hauksdóttir ('84)
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir
16. Alma Mathiesen
28. Angela R. Beard

Varamenn:
29. Björk Björnsdóttir (m)
10. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir ('84)
10. Inga Laufey Ágústsdóttir ('46)
14. Kristín Sverrisdóttir
22. Emilía Ingvadóttir

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir

Gul spjöld:
Lára Kristín Pedersen ('43)
Ingunn Haraldsdóttir ('68)

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
Skýrslan: Fyrri hálfleikir geta unnið leiki
Hvað réði úrslitum?
Stjarnan var miklu betri aðilinni í fyrri hálfleik og skoraði tvö mörk eftir flotta spretti frá Shameeku upp hægri kantinn en það var einmitt eitthvað sem Kalli og hans konur lokuðu á í seinni hálfleik með því að færa Angelu út í bakvörðinn.
Bestu leikmenn
1. Shameeka Nikoda Fishley (Stjarnan)
Hún fær þetta eiginlega fyrir geggjaðan fyrri hálfleik. Hún var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunnar og komst ítrekað upp hægri kantinn, þaðan sem hún lagði upp fyrra mark liðsins.
2. Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Ekki margar aðrar sem stóðu upp úr en Ingunn fyrirliði var flott í miðverðinum í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Átti sturlaða tæklingu seint í leiknum þar sem hún rændi Snædísi Maríu boltanum þegar sú síðarnefnda virtst vera að sleppa í gegn.
Atvikið
Vítaspyrnan sem KR átti að fá á 52. mínútu er klárlega atvik leiksins. Bríet dæmir aukaspyrnu en eins og sjá má af myndum þá er brotið inni í teig Stjörnunnar og Bríet setur svo aukaspyrnuna á vítateigslínuna, til að kóróna sirkusinn.
Hvað þýða úrslitin?
Stjarnan er komin með 17 stig sem að, samkvæmt sögunni, ætti að nægja liðinu til að halda sér uppi. Þær fara upp fyrir ÍBV og Selfoss í 4. sætið en liðin eiga bæði nokkra leiki inni á Stjörnuna. KR konur sitja ennþá sem fastast á botni deildarinnar og er útlitið orðið svart þar sem þær eru að fara í svakalega þétt leikjaprógram þar sem þær spila 6 leiki á 23 dögum.
Vondur dagur
Ég vona að ég sé ekki að hengja bakara fyrir smið þegar ég segi að Kristín Erla Johnson hafi verið slöpp í vinstri bakverðinum í fyrri hálfleik. Báðar fyrirgjafirnar sem skapa mörkin koma hennar megin og hún hefði mátt vera grimmari í að mæta kantmönnum Stjörnunnar í mörkunum sem Stjarnan skoraði. Kristín var síðan tekin út af í hálfleik og Angela færð í bakvörðinn og Stjarnan skoraði ekki meira.
Dómarinn - 4
Illa dæmdur leikur, margir punktar sem Bríet fær líklega frá eftirlitsdómaranum. Þótt að undirritaður hafi ekki verið stóryrtur í lýsingunni þá virðist það svo eftir leik, að nokkur atriði hafi bara verið kolröng hjá okkar konu. Víti, spjöld, samræmi var eitthvað sem þessi annars frábæri dómari hefði getað gert betur í.
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('72)
7. Shameeka Nikoda Fishley
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('72)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Angela Pia Caloia
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
14. Snædís María Jörundsdóttir ('72)
19. Elín Helga Ingadóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Hugrún Elvarsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Óskar Smári Haraldsson
Rajko Stanisic
Elfa Björk Erlingsdóttir

Gul spjöld:
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('57)
Betsy Doon Hassett ('69)

Rauð spjöld: