Samsungvöllurinn
fimmtudagur 01. október 2020  kl. 20:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Kalt og gola.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Haraldur Björnsson
Stjarnan 1 - 1 FH
0-1 Pétur Viðarsson ('54)
1-1 Hilmar Árni Halldórsson ('90)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Guðjón Pétur Lýðsson
9. Daníel Laxdal ('69)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('86)
12. Heiðar Ægisson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason ('82)
24. Björn Berg Bryde
29. Alex Þór Hauksson (f) ('82)

Varamenn:
23. Vignir Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal
6. Kári Pétursson ('86)
8. Halldór Orri Björnsson ('82)
17. Kristófer Konráðsson ('69)
27. Ísak Andri Sigurgeirsson
28. Óli Valur Ómarsson ('82)

Liðstjórn:
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Halldór Svavar Sigurðsson
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Björn Berg Bryde ('52)
Elís Rafn Björnsson ('83)
Guðjón Pétur Lýðsson ('90)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Stjörnumenn voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum. FH-ingar komast yfir með marki frá Pétri Viðarssyni og þá vaknaði aðeins yfir liðinu. Það var hins vegar mikill karakter hjá Stjörnunni sem að skóp þetta jöfnunarmark og úrslitin því sennilega nokkuð sanngjörn.
Bestu leikmenn
1. Haraldur Björnsson
Halli fær heiðurinn í kvöld. Traustur í flestum aðgerðum og markið ekkert við hann að sakast. Átti svo þrjár stórbrotnar vörslur í röð þegar að Steven Lennon slapp einn í gegn í stöðunni 1-0. Hefði verið of brött brekka fyrir Stjörnuna.
2. Hilmar Árni Halldórsson
Ótrúlega hættulegur í kvöld og skorar svo þetta dramatíska jöfnunarmark. Virðist vera vaknaður til lífsins eftir að hafa fengið gagnrýni í sumar. Þórir Jóhann og Gummi Kristjáns fá sérstakt shoutout fyrir góða frammistöðu líka.
Atvikið
Færið sem að Lennon fékk hefði getað farið langleiðina með að klára þennan leik fyrir FH og mjög óvanalegt hjá Skotanum að skora ekki úr svona stöðu. Þá þarf einnig að nefna jöfnunarmark Hilmars Árna.
Hvað þýða úrslitin?
Stjörnumenn eru í fjórða sæti með 28 stig, jafn mörg og Blikar og Fylkir í þriðja og fimmta sæti. KR-ingar eru í því sjötta með 27 stig og því ljóst að hörð Evrópubarátta er framundan. FH-ingar eru átta stigum frá toppliði Vals og veikar titilvonir þeirra því orðnar enn veikari.
Vondur dagur
Enginn eitthvað yfirburðar slakur í kvöld fannst mér. Lennon átti að sjálfsögðu að gera betur í færinu sínu og þá fékk Emil Atlason einnig dauðafæri í stöðunni 0-0. Þeir deila þessu báðir óverðskuldað.
Dómarinn - 9
Erlendur stóð sig bara með stakri prýði. Þannig séð engin risa atvik sem að hann þurfti að taka á og tók oftast hárréttar ákvarðanir. Síðan er dómaraumræða þreytt og þetta er mín tilraun til að enda hana.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
9. Jónatan Ingi Jónsson ('78)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Ólafur Karl Finsen ('84)
18. Eggert Gunnþór Jónsson
29. Þórir Jóhann Helgason

Varamenn:
3. Logi Tómasson
8. Baldur Sigurðsson
14. Morten Beck Guldsmed ('84)
24. Daði Freyr Arnarsson
25. Einar Örn Harðarson
26. Baldur Logi Guðlaugsson ('78)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðstjórn:
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('55)
Pétur Viðarsson ('62)
Gunnar Nielsen ('88)

Rauð spjöld: