Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fram
4
1
Þór
Indriði Áki Þorláksson '14 1-0
Kyle McLagan '39 2-0
Fred Saraiva '45 3-0
Indriði Áki Þorláksson '67 4-0
4-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson '93
21.05.2021  -  18:00
Framvöllur
Lengjudeild karla
Maður leiksins: Indriði Áki Þorláksson, Fram
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Kyle McLagan
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Gunnar Gunnarsson ('76)
8. Aron Þórður Albertsson ('63)
8. Albert Hafsteinsson ('83)
9. Þórir Guðjónsson ('76)
10. Fred Saraiva
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson ('63)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('83)
6. Danny Guthrie ('76)
7. Guðmundur Magnússon ('63)
26. Aron Kári Aðalsteinsson ('76)
32. Aron Snær Ingason
33. Alexander Már Þorláksson ('63)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('25)
Gunnar Gunnarsson ('43)

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Fimm mörk og áhugaverðar skiptingar er Fram vann Þór
Hvað réði úrslitum?
Það er mikil jákvæð ára yfir Fram liðinu sem smitast út í leikgleðina hjá þeim í sumar. Hópurinn er mjög breiður og liðið veikist ekki við skiptingar. Gestirnir voru andlausir og sýndu ekki þann baráttuanda sem búist var við af Þórsurum í dag.
Bestu leikmenn
1. Indriði Áki Þorláksson, Fram
Indriði Áki er maður leiksins í dag. Hann kom liðinu á bragðið snemma leiks með góðu skallamarki og í seinni hálfleiknum skoraði hann algjört gull af marki sem hann lýsir sjálfur sem svo: 'Utanfótarsnudda fyrir utan teig í samskeytin'.
2. Fred, Fram
Það er svo geggjað fyrir Fram að hafa listamann eins og Fred í liðinu. Hann lagði upp tvö og skoraði eitt í leiknum í kvöld og stöðugt ógnandi.
Atvikið
Atvikin í þessum leik eru tvo og þau eru bæði skiptingar sem vert er að minnast á. Sú fyrri var á 63. mínútu þegar Alexander Már Þorláksson kom inná í lið Fram. Þar með spilaði hann í fyrsta sinn í meistaraflokki með Indriða Áka tvíburabróður sínum, og í raun í fyrsta sinn síðan í 3. flokki. Hitt atvikið er svo á 76. mínútu þegar Danny Guthrie kom inná í fyrsta sinn með Fram. Þessi fyrrverandi leikmaður Liverpool og Newcastle gekk óvænt til liðs við félagið í lok gluggans. Hann virkaði ekki í nógu góðu standi en segja mér fróðari menn að hann sé í einkaþjálfun til að koma sér í stand til að geta spilað meira. Hann var samt góður á boltann og virtist virkilega sterkbyggður og erfitt að ýta við honum. Verður gaman að sjá hann í sumar.
Hvað þýða úrslitin?
Framarar ætla ekki að láta það gerast aftur eins og í fyrra að missa af sæti í Pepsi Max-deildinni. Þeir byrja þetta mót á miklu flugi með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina. Gestirnir í Þór hafa fengið þrjú stig en það er hellingur eftir af þessu móti, 19 leikir!
Vondur dagur
Daði Freyr Arnarsson kemur á láni til Þórs rétt fyrir tímabilið úr toppliði FH í Pepsi Max-deildinni. Það er ekki langt síðan hann var orðinn aðalmarkvörður FH fyrir tveimur árum. Þegar markvörður að þessu kaliberi kemur í Lengjudeildina þá á hann að koma til að vinna leiki fyrir liðið. Það sem af er mótinu hefur hann fengið á sig 8 mörk í þremur leikjum. Hann þarf að stíga upp og verða sigurvegari fyrir Þór.
Dómarinn - 8
Alls ekki erfiður leikur að dæma fyrir Aðalbjörn Heiðar, engar erfiðar ákvarðanir sem hann þurfti að taka en hann leysti það allt listilega vel. Hafði góða stjórn á leiknum og ekket út á hann að setja.
Byrjunarlið:
1. Daði Freyr Arnarsson (m)
Liban Abdulahi
2. Elmar Þór Jónsson ('75)
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('82)
6. Ólafur Aron Pétursson
14. Jakob Snær Árnason ('82)
15. Guðni Sigþórsson ('61)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('82)
18. Vignir Snær Stefánsson
24. Alvaro Montejo

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('82)
9. Jóhann Helgi Hannesson ('61)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('82)
25. Aðalgeir Axelsson ('75)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Orri Sigurjónsson
Hlynur Birgisson
Sölvi Sverrisson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Sigurður Grétar Guðmundsson

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('38)
Vignir Snær Stefánsson ('42)
Elmar Þór Jónsson ('59)
Jóhann Helgi Hannesson ('75)

Rauð spjöld: