Eimskipsvöllurinn
miðvikudagur 19. maí 2021  kl. 20:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Steinar Gauti Þórarinsson
Maður leiksins: Brenna Lovera
Þróttur R. 3 - 4 Selfoss
0-1 Anna María Friðgeirsdóttir ('11)
0-2 Caity Heap ('41)
1-2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('42)
2-2 Linda Líf Boama ('44)
2-3 Brenna Lovera ('48)
2-4 Brenna Lovera ('51)
3-4 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('90)
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
0. Shaelan Grace Murison Brown
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('73)
10. Katherine Amanda Cousins
13. Linda Líf Boama
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('66) ('66)
22. Sóley María Steinarsdóttir
23. Lorena Yvonne Baumann
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Varamenn:
20. Friðrika Arnardóttir (m)
20. Edda Garðarsdóttir (m)
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
12. Ásdís Atladóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('73)
17. Lea Björt Kristjánsdóttir ('66)
25. Guðrún Gyða Haralz
44. Shea Moyer ('66)

Liðstjórn:
Þórkatla María Halldórsdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Hildur Egilsdóttir
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Henry Albert Szmydt

Gul spjöld:
Nik Anthony Chamberlain ('22)
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('40)
Lorena Yvonne Baumann ('64)
Lea Björt Kristjánsdóttir ('80)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Liðin fóru jöfn inn í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur fyrri hálfleiks þar sem þrjú mörk voru skoruð á fjórum mínútum. Þróttarar komu þá til baka og jöfnuðu í 2-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Selfossliðið kom mjög beitt inn í síðari hálfleikinn og tók yfir leikinn í rúmt korter. Á þeim tíma skoraði liðið tvö mörk og þrátt fyrir að gefa allt í verkefnið tókst Þrótturum ekki að koma til baka í annað sinn í leiknum.
Bestu leikmenn
1. Brenna Lovera
Brenna er búin að vera sjóðheit í upphafi móts og það var engin undantekning í dag. Skoraði tvö og var gríðarlega ógnandi í sóknarleik gestanna. Er búin að skora 5 mörk í 4 leikjum í sumar.
2. Hólmfríður Magnúsdóttir
Fríða fær þetta. Stríddi Þrótturum og Kötturum frá fyrstu mínútu og fram í uppbótartíma. Er í rosalegu formi og var alltaf klár í að ógna þegar Þróttarar töpuðu boltanum. Hjá heimaliðinu var Katherine Cousins frábær á miðjunni. Þvílíkur leikmaður sem Þróttarar hafa náð sér í.
Atvikið
Þriðja mark Selfoss og fimmta mark leiksins. Brenna Lovera kom boltanum yfir marklínuna eftir fyrirgjöf Hólmfríðar. Köttarar brjáluðust í stúkunni enda virtist Íris Dögg markvörður vera með hendur á bolta áður en Brenna mætti af krafti og kom boltanum yfir línuna.
Hvað þýða úrslitin?
Selfyssingar sitja á toppi deildarinnar eftir frábæra byrjun. Eru með fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu umferðir og hafa spilað fantagóðan fótbolta. Þá eru Selfyssingar búnar að skora 12 mörk, en það er helmingurinn af heildarmarkatölu liðsins í deildinni síðasta sumar. Þróttarar tapa sínum fyrsta leik í sumar. Eru með 3 stig eftir fjórar umferðir.
Vondur dagur
Íris Dögg í marki Þróttar átti að gera betur í öðru marki Selfoss og Jelena lét Evu Núru fara ansi illa með sig í sjötta marki leiksins. Þær eru eflaust ekkert spenntar að sjá endursýningarnar.
Dómarinn - 3
Tríóið átti slakan dag. Það var alltof mikið ósamræmi í dómgæslunni og tvö af mörkum Selfoss virtust koma eftir rangar ákvarðanir dómara. Þá var áhugavert að sjá línuna í spjöldum. Hólmfríður Magnúsdóttur fékk til dæmis einhver fjögur tiltöl í leiknum en ekkert spjald á meðan Álfhildur Rósa sá gult við fyrsta brot.
Byrjunarlið:
13. Guðný Geirsdóttir (m)
7. Anna María Friðgeirsdóttir ('70)
9. Eva Núra Abrahamsdóttir ('83)
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir
22. Brenna Lovera ('75)
23. Emma Kay Checker (f)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
27. Caity Heap

Varamenn:
1. Benedicte Iversen Haland (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('70)
8. Katrín Ágústsdóttir ('75)
17. Íris Embla Gissurardóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('83)
19. Eva Lind Elíasdóttir
20. Helena Hekla Hlynsdóttir

Liðstjórn:
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Óttar Guðlaugsson (Þ)
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Eva Núra Abrahamsdóttir ('59)

Rauð spjöld: