Kópavogsvöllur
laugardagur 05. júní 2021  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Leiðindaveður - rigning og rok
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 210
Maður leiksins: Aerial Chavarin
Breiðablik 1 - 3 Keflavík
0-1 Aerial Chavarin ('8)
1-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('9)
1-2 Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('25)
1-3 Aerial Chavarin ('72)
Ólafur Pétursson , Breiðablik ('93)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Taylor Marie Ziemer
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Tiffany Janea Mc Carty
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('77)

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
19. Birta Georgsdóttir ('77)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Úlfar Hinriksson
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ágústa Sigurjónsdóttir

Gul spjöld:
Tiffany Janea Mc Carty ('34)
Ólafur Pétursson ('45)
Heiðdís Lillýardóttir ('71)
Kristín Dís Árnadóttir ('78)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('93)
Vilhjálmur Kári Haraldsson ('93)

Rauð spjöld:
Ólafur Pétursson ('93)
@ Helga Katrín Jónsdóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Keflavík var einfaldfaldlega miklu betra liðið í dag. Íslandsmeistararnir höfðu engin svör við grimmd og hörku Keflvíkinga og Aerial Chavarin fór afar illa með varnarlínu Blika. Sanngjarn sigur gestanna.
Bestu leikmenn
1. Aerial Chavarin
Hún var algjörlega frábær í dag. Varnarlína Blika réð nákvæmlega ekkert við hana. Hún skoraði tvö mörk í dag og var mjög ógnandi, grimm og dugleg allan leikinn.
2. Tiffany Sornpao
Nokkrar sem koma til greina hér en ég ætla að velja Tiffany. Hún var mjög örugg í sínum aðgerðum í dag og greip fyrirgjafir Blika trekk í trekk. Hún var líka með mjög góða varnarlínu fyrir framan sig sem hjálpaði til. Flottur leikur hjá henni.
Atvikið
Fyrsta markið. Stórkostlegt mark hjá Aerial eftir aðeins átta mínútur. Fáir bjuggust við að Keflavík kæmist yfir í þessum leik svo þetta kom á óvart. Glæsilegt mark og góð byrjun á leiknum.
Hvað þýða úrslitin?
Með sigrinum lyftir Keflavík sér í 7. sæti en Blikar halda 2. sætinu allavega tímabundið, en detta niður í þriðja ef Valur sækir þrjú stig gegn Tindastóli.
Vondur dagur
Varnarlína Blika. Þær litu bara frekar illa út í dag, verulega óöruggar sem er óvenjulegt að sjá. Aerial fór sérstaklega illa með þær en þær réðu ekkert við hana.
Dómarinn - 6
Ég var ekkert alltof hrifin af tríóinu í dag en seinni hálfleikur var þó skárri heilt yfir. Nokkrar mjög furðulegar ákvarðanir með horn, spjöld og aukaspyrnur. Eftir að hafa séð atvikið í lokin aftur þá er ég sammála Blikum og hefði átt að dæma vítaspyrnu á Keflavík í lokin.
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
0. Anita Lind Daníelsdóttir
3. Natasha Moraa Anasi (f)
4. Eva Lind Daníelsdóttir ('66)
9. Marín Rún Guðmundsdóttir ('92)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm
14. Celine Rumpf
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('58)
33. Aerial Chavarin

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
5. Berta Svansdóttir
6. Ástrós Lind Þórðardóttir ('66)
20. Saga Rún Ingólfsdóttir
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir
23. Abby Carchio ('58)
28. Brynja Pálmadóttir ('92)

Liðstjórn:
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Ljiridona Osmani
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Celine Rumpf ('14)
Marín Rún Guðmundsdóttir ('29)
Eva Lind Daníelsdóttir ('49)

Rauð spjöld: