Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
FH
1
0
Sligo Rovers
Greg Bolger (f) '77
Steven Lennon '85 1-0
08.07.2021  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Þungskýjað og 13 gráður. Grasið fallegt.
Dómari: Ishmael Barbara (Malta)
Áhorfendur: 412
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon ('92)
8. Þórir Jóhann Helgason ('82)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson ('92)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Jóhann Ægir Arnarsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('92)
22. Oliver Heiðarsson ('92)
25. Einar Örn Harðarson
28. Teitur Magnússon
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('82)
34. Logi Hrafn Róbertsson
35. Óskar Atli Magnússon

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Davíð Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Jónatan Ingi Jónsson ('30)
Guðmann Þórisson ('31)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: FH nýtti liðsmuninn og leiðir einvígið - Áfram FH!
Hvað réði úrslitum?
Það fóru ekki margar tilraunir á rammann hjá liðunum í kvöld og dauðafæri teljandi á fingrum annarrar handar. FH náði að nýta sér liðsmuninn undir lokin og Steven Lennon átti frábæran skalla sem skilar FH forystu fyrir seinni leikinn.
Bestu leikmenn
1. Steven Lennon
Sigurmarkið í dag, ekki flókið val. Kom sér í stöður en það vantar enn smá upp á að við sjáum Lenny upp á sitt allra besta.
2. Þórir Jóhann Helgason
Öflugur fremstur á miðjunni og duglegur að nýta sér pláss úti á hægri vængnum.
Atvikið
Sigurmarkið hjá Lenny og rauða spjaldið. Eitthvað sem segir mér að eitt leiddi af öðru.
Hvað þýða úrslitin?
FH leiðir 1-0 fyrir seinni leikinn sem fram fer á Írlandi eftir viku. Það er klárlega áfram FH í þeim leik, það er íslenskum fótbolta fyrir bestu að liðin okkar fari áfram í Evrópukeppnum
Vondur dagur
Sendingar og taktur. Mikið um feilsendingar og skiptingar út á kantana voru að klikka. FH-ingar þurfa að ná að spila sig betur saman sem er kannski pínu ótrúlegt þar sem það er eiginlega alltaf sama liðið inn á leik eftir leik.
Dómarinn - 8
Nokkuð spot on í þessum leik fannst mér.
Byrjunarlið:
16. Luke Mcnicholas (m)
2. Lewis Banks
3. Colm Horgan
6. Greg Bolger (f)
7. Jordon Gibson
8. Niall Morahan
9. Ryan De Vries ('64)
12. Mark Byrne ('64)
14. Shane Blaney
26. Garry Buckley
27. Romeo Parkes

Varamenn:
30. Richard Brush (m)
31. Conor Walsh (m)
4. Danny Kane
10. Walter Figueira ('64)
11. Seamas Keogh
18. John Russel
19. Regan Donelon
20. Darren Collins
22. David Cawley ('64)
25. Cillian Heaney
28. Jason Devaney
33. Peter Maguire

Liðsstjórn:
Liam Buckley (Þ)

Gul spjöld:
Shane Blaney ('33)
Greg Bolger (f) ('59)

Rauð spjöld:
Greg Bolger (f) ('77)