Kaplakrikavöllur
þriðjudagur 13. júlí 2021  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Smá gola og rigning
Dómari: Árni Snær Magnússon
Maður leiksins: Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH)
FH 1 - 1 Haukar
1-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('38)
1-1 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('92)
Byrjunarlið:
1. Katelin Talbert (m)
0. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('62)
2. Sigríður Lára Garðarsdóttir
6. Hildur María Jónasdóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir (f)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('77)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Brittney Lawrence ('77)
19. Sigrún Ella Einarsdóttir ('62)
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('62)

Varamenn:
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('77)
8. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir
12. Þórdís Ösp Melsted
13. Arna Sigurðardóttir ('62)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('62)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
25. Katrín Ásta Eyþórsdóttir ('62)

Liðstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Tinna Sól Þórsdóttir
Hanna Faith Victoriudóttir
Magnús Haukur Harðarson
Telma Hjaltalín Þrastardóttir

Gul spjöld:
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('71)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
FH-liðið var sterkara heilt yfir en Haukar gáfust aldrei upp, og það skilaði þeim stigi. Eftir fast leikatriði í lokin jöfnuðu Haukar og Hafnarfjörður er því rauður, hvítur og svartur.
Bestu leikmenn
1. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH)
Spilaði bara klukkutíma en það var mikil orka í henni og hún reyndist sínum gömlu liðsfélögum mjög erfið. Hún var einhvern veginn alltaf þar sem boltinn var í sóknarleiknum og gríðarlega sterk inn á vellinum. Skoraði mark FH, þó mörkin hefðu getað verið fleiri hjá henni.
2. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Haukar)
Var góð í að tengja spilið þegar tækifæri gafst, og grjóthörð þarna fremst á vellinum. Ég hélt hún væri að fara út af miðbik seinni hálfleiks en hún harkaði af sér og bjargaði stiginu.
Atvikið
Það kemur ekkert annað til greina; það er þetta jöfnunarmark á lokasekúndum leiksins. Þvílík dramatík!
Hvað þýða úrslitin?
Þau þýða það að FH er í öðru sæti með 21 stig, einu stigi frá toppnum. Haukar eru í fjórða sæti með átta stigum minna en FH. Kannski gefur þetta dramatíska jöfnunarmark þeim byr undir báða vængi.
Vondur dagur
Það er erfitt að skrá þetta á einhvern. Ég ætla að setja þetta á Kristínu Fjólu, miðjumann Hauka. Hún hefði getað komið þeim í 1-0 en setti boltann fram hjá markinu þegar hún ein á móti marki. Það var af 30 metrum en samt verður maður að gera kröfu á að skora í svona færi.
Dómarinn - 8
Fór ekki mikið fyrir honum og þannig viljum við hafa það. Virkilega vel dæmdur leikur.
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
5. Helga Ýr Kjartansdóttir ('75)
6. Vienna Behnke ('89)
9. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (f)
10. Lára Mist Baldursdóttir ('68)
11. Erla Sól Vigfúsdóttir
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('75)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('89)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
23. Kiley Norkus

Varamenn:
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
3. Berglind Þrastardóttir ('68)
8. Harpa Karen Antonsdóttir ('75)
22. Ásta Sól Stefánsdóttir ('89)
26. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('75)

Liðstjórn:
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Helga Helgadóttir (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Viktoría Diljá Halldórsdóttir
Rakel Leósdóttir
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Arnór Gauti Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: